1984: Kartöfluverslun gefin frjáls

„Kartöfluuppskera hófst síðari hluta ágústmánaðar og reyndist mjög góð. Tekin var upp sú nýbreytni, að verzlanir gátu keypt kartöflur beint frá framleiðendum, en fram að því hafði grænmetisverzlun landbúnaðarins séð algerlega um dreifingu til verzlana. Neytendur kunnu því vel að fá nýjar ferskar kartöflur beint upp úr görðum kartöflubænda og daglega seldust  kartöflur í tonnatali í stærstu verzlunum Reykjavíkur og nágrennis.“

Svo segir í frétt frá árinu 1984 en á þessum árum var smá saman verið að aflétta hömlum sem giltu á sölu ávaxta og grænmetis. Þegar verst lét þá var helst að leyft væri að flytja epli inn í landið þegar leið að jólum en helst ekkert eftir það. Tilgangurinn meðal annars sá að spara gjaldeyri.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR