Mikið hefur verið í umræðunni í Bandaríkjunum um svo kallaðar afhjúpanir (unmask) einstaklinga sem bregða fyrir í skjölum um erlenda aðila. Eins og kunnugt er, er bannað að njósna um bandaríska ríkisborgara nema um lögreglurannsókn er að ræða. Hins vegar er ekki alveg hægt að koma í veg fyrir að nöfn bandarískra borgara bregði fyrir í njósnagögnum um erlenda aðila sem eru í rannsókn. Það þarf að biðja um sérstakt leyfi til að fá að vita nöfn bandarískra borgara í þessum skjölum og fara á með þessi gögn sem algjört trúnaðarmál.
Frá því að nýr Bandaríkjaforseti nær kjöri og þar til nýr forseti ásamt ríkisstjórn sinni, starfar gamla ríkisstjórnin áfram í þrjá mánuði. Þetta er mjög langt aðlögunarferli og í raun getur engin alvöru stefnumótun átt sér stað á þessu tímabili, hreinlega vegna þess að hin nýja stjórn, hefur kannski allt aðrar hugmyndir hvernig framtíðin á að vera.
Svo virðist vera að stjórn Obama hafi farið hamförum í að leggja gildru og í rannsókn á meðlimum nýrrar ríkisstjórnar síðustu þrjá mánuði kjörtímabils Barrack H. Obama. Þetta er í besta falli, ef satt reynist, ósiðlegt, en í versta falli ólöglegt.
Í ljós hefur komið að meðlimir stjórnar Obama hafa flestir nýtt sér þennan möguleika, að ,,afhjúpa“ einstaklinga innan nýrrar ríkisstjórnar og þar beindist augu þeirra fyrst og fremst að Michael Flynn, verðandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trumps og fyrrverandi hershöfðingja. Ljóst var að hann yrði töluverð hindrun og gæti gert fráfarandi ríkisstjórn skráveifu með rannsóknarvaldi sínu.
Demókratar virðast hafa nýtt sér sína menn innan FBI og CIA, háttsetta embættismenn, til að hefja rannsókn á stjórn Trumps sem var þá í fullum undirbúningi við myndun nýrrar stjórnar. Og þegar, á fjórða degi starfa nýrrar ríkisstjórnar, voru tveir FBI fulltrúar sendir til Hvíta hússins og þeir fóru á ,,upplýsingaveiðar“. Í nýbirtum minnismiðum, hefur það komið í ljós, að egna átti gildru fyrir Flynn, þannig að hann myndi ljúga og þannig mynda möguleika á að ákæra hann fyrir ljúgvitni. Hann var allsendis grunlaus og hélt að hann væri í óformlegu viðtali er hann ræddi við FBI fulltrúanna tvo.
Tuttugu og fjórum dögum síðar, var búið að bola Flynn úr embætti fyrir ljúgvitni og sakamálarannsókn hafin á hendur hans. Allar hefðbundnar rannsóknarreglur voru brotnar í rannsókninni. Nú hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna látið málið falla niður, enda saklaus maður á ferðinni, en dómari í málinu, skipaður í tíð Obama og stuðningsmaður demókrata, heldur málinu í gíslingu og neitar að láta það falla niður, þótt ákæruvaldið gert það.
Ótrúlegustu einstaklingar báðu um afhjúpun upplýsinga í skjölum þar sem Flynn kom fyrir. Samantha Power var þar fremst í flokki og „stærsti afhjúpari bandarískra einstaklinga í sögu lands okkar,“ segir Trey Gowdy.
Sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lagði hún fram hundruð „afhjúpunar“ beiðna á lokaári stjórnsýslu Obama, þó að embætti hennar hafi enga augljósan leyniþjónustu tilgang. Hún bað um að persónuupplýsingar Michael Flynn hershöfðingja yrði opinberaður í flokkuðum leyniþjónustuskýrslum sjö sinnum á kjördegi 2016 og á vígsludegu Trumps forseta 20. janúar 2017, þó að hún hafi síðar vitnað til þess að hafa „enga minningu“ um beiðnirnar.
Ekki það að hún væri ein á ferðinni. Þökk sé skjali sem trúnaðarstimpill hefur verið tekinn af, hefur komið í ljós að meira en þrír tugir meðlima Obama-stjórnarinnar, þar á meðal varaforsetinn sjálfur, Joe Biden, höfðu einnig óheilbrigða þráhyggju gagnvart upplýsingum um Flynn.
Eftir þessa gustur af umsvifum var það aðeins tímaspursmál áður en einhver læki nafni Flynns til ,,The Washington Post“ og beindi athyglinni að hinu fræga „uppsetningar“ viðtal FBI sem leiddi til afsagnar hans eftir aðeins 24 daga sem þjóðaröryggisráðgjafi og var upphafið að meintu Rússasamráði Donalds Trumps sem nú hefur verið sannað hafi verið bull mál frá upphafi til enda. Þrjú ár fóru í þá rannsókn, með her lögfræðinga andstæða Trump innanborðs, í Mueller rannsókninni svo nefndu og var Trump að lokum sýknaður. Nú fer fram rannsókn á þeirri rannsókn og virðist margt benda til að málatilbúnaðurinn í saksókn Mueller hafi verið illa grundaður og jafnvel ólöglegur.
Forsetaskiptunum er ætlað að vera friðsamleg afhending valds frá einni stjórn til þeirrar næstu, en á tíu vikum milli kosningadags og vígsludags fór eitthvað úrskeiðis.
Með orðum repúblikanans Devin Nunes, þá fóru menn Obama „hamförum eftir að Trump sigraði. Þeir urðu fyrir eituráhrifum þeirrar hugsunar að rússnesk yfirvöld hafi haft áhrif á bandarísku kosningarnar og komist inn fyrir raðir Trump framboðsins.“
Í þingræðiskerfi eins og í Bretlandi getur nýr forsætisráðherra mætt til starfa daginn eftir kosningar og í öðrum lýðræðisríkjum takmarkar tímabil valdsvið umsjónarmannsstjórnar við dagleg störf.
En í Bandaríkjunum er tæplega þriggja mánaða merkilegt tímabil þar sem samviskulaus stjórn getur plantað jarðsprengjum fyrir komandi ríkisstjórn til að stíga á .Og það, eins og verður skýrara með hverjum deginum, er einmitt það sem kom fyrir Trump stjórnina.
Ógnin við Obama-sinna var ekki sú að repúblikanar væru að snúa tímabundið til starfa, heldur óttinn við Trump og breytingarnar sem hann boðaði. En þeir sóa litlum tíma í að kveina og láta klæði sín falla. Þeir voru vanir aðgerðasinnar í samfélaginu og breyttu tilfinningum sínum í aðgerðir.
Þeir gerðu það sem þeir litu á sem þjóðræknar skyldur sínar: að eigna gildrur fyrir Trump áður en hann steig fæti inn fyrir sporöskjulaga skrifstofuna í Hvíta húsinu. Svo á síðustu dögum sínum við völd notuðu þeir leyniþjónustustofnanir til að leggja jarðsprengjur sem þeir fléttuðu svo í rétt svo trúanlega frásögn um að Trump væri „eign“ Vladimír Pútín, forseta Rússlands.
Síðan lak einhver þessari vitleysu, ásamt salat tilbúnu innihaldi skáldskapar í Steele málaskjölunum sem færði fjölmiðlum vopn í hendi gegn komandi ríkisstjórn. Eina sem demókratar þurfu að gera var að halla sér aftur og ,,njóta sýningarinnar“. „Viðnámið“ var fætt.
Stefnan hjá ,,andspyrnuhreyfingunni“ var að segja eitt í fjölmiðlum og annað fyrir dómstólum eða nefndum Bandaríkjaþings, þar sem fólk þarf að sverja eiðstaf ella eiga hættu á fangelsisdóm fyrir ljúgvitni.
Líkt og fyrrum samstarfsmenn hennar ýjaði Power alltaf þegar tækifæri gafst, að meintu samvinnu Trumps manna við Rússa og gaf Rússagrýluna byr undir báða vængi. „Pútín hefur fengið mjög mikla ávöxtun af fjárfestingu sinni,“ sagði hún eitt sinn við Stephen Colbert á CBS í desember 2017. En tveimur mánuðum áður hafði hún vitnað undir eið hjá leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings að hún hefði ekki séð neinar vísbendingar um rússneskt samráð.
Það var sama með James Clapper, forstjóra leyniþjónustunnar undir stjórn Obama. Hann er álitsgjafi CNN í dag og þar lýsti hann ítrekað Trump sem rússneskri „eign.“
Samt, undir eiðstaf í júlí 2017, sagði hann við nefndina: „Ég sá aldrei neinar beinar sannanir fyrir því að Trump-framboði eða einhver í henni hafi verið með í samsæri við Rússa um að blanda þeim í forsetakosningarnar” en hann er launaður álitsgjafi hjá MSNBC. Hinn umdeildi forstjóri CIA í tíð Obama kallaði Trump líka „landráðamann“ og „að öllu leyti í vasa Pútíns.“
En í mars síðastliðnum, eftir að Mueller-rannsóknin fann ekkert samráð Trump-liðsins við Rússa, sagði hann við MSNBC að hann gæti hafa „fengið slæmar upplýsingar… ég held að mig grunaði að það væri meira en raun ber vitni.“
Jú, í forsetatíð Barack Obama, þar sem stjórnsýslan breytti njósnum í ,,listgrein“ í rannsóknir á bandarískum ríkisborgurum; hún hefur verið stikkfrí hingað til.
Nú þegar hringurinn þrengist að Obama, hefur hann snúið vörn í sókn og gert það sem fyrrum forsetar gera venjulega ekki, en það er gagnrýna störf núverandi stjórnar. Á tveimur vefumræðufundum um helgina mótaði Obama árásarlínurnar sem demókratar munu nota meðan á herferðinni stendur í forsetakosningunum framundan.
„Þessi heimsfaraldur hefur að lokum rifið fortjaldið aftur á þá hugmynd að margir af stjórnendum vita hvað þeir eru að gera,“ sagði hann. „Margir þeirra þykjast ekki einu sinni vera í forsvari“ eng margir túlka þau orð sem gagnrýni á störf Donalds Trumps.
Heimsfaraldurinn vinnur kosningalega séð fyrir demókrata á þrjá vegu:
Hann hefur eyðilagt að mestu árangur Trumps, uppgang hagkerfisins; það býður upp á tækifæri til umbreytingar samfélagið í átt að sósíalísku samfélagi; og það gerir þeim kleift að fela Biden áfram í kjallaranum.
Þeir hyggjast hengja hvert kórónuveirudauð um háls forsetans, halda fólki lokuðum inni eins lengi og mögulegt er og ásaka hann síðan um slæmt efnahagslíf.
En jarðsprengjur sem þeir plöntuðu fyrir Trump í stjórnarumskiptunum eru að fara að sprengja á þá sjálfa.