Nú hefur Austurríki ákveðið að bjóða alla velkomna sem vilja koma til landsins eða þurfa að millilenda á stærsta flugvellinum í landinu, Wien Schwechat.
Frá því í gær er boðið upp á hraðpróf fyrir þá sem koma til landsins, ef maður borgar kostnaðinn sem er um 31. 000 ísl.kr. Þannig sleppa ferðalangar við sóttkví.
Tilboðið er hugsað fyrst og fremst fyrir erlenda viðskiptamenn og Austurríkismenn sem eru að koma heim frá útlöndum. En ferðamenn eru líka velkomnir í þennan pakka.