Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar telur að kórónaveiran hafi verið í landinu frá því í nóvember.
Í Frakklandi hafa fundist leifar kórónuveirunnar í sýni sem tekið var í desember og hefur þetta breytt hugmyndum vísindamanna um þróun veirufaraldursins í Evrópu.
Fleiri Evrópulönd eru nú að yfirfara gögn til að athuga hvort að veiran hafi verið fyrr á ferðinni en áður var talið.Eins og áður hefur komið fram í fréttum virðist sem veiran hafi stungið sér niður í Bretlandi töluvert fyrr en menn töldu í fyrstu og benti Kári Stefánsson hjá Íslenskri erfðagreiningu á að veiran hefði líklega stungið sér fyrst niður hjá okkur eftir að hafa borist frá Bretlandi.