Við viðskiptavinum sparisjóðanna sem opnuðu netbankann sinn í gærdag blasti tilkynning um að frá og 6. desember væri ekki hægt að millifæra á erlenda reikninga vegna krafna frá erlendum samstarfsaðila.
Málið er tilkomið vegna veru Íslands á svokölluðum FAT lista yfir ríki sem ekki hafa gert nægar ráðstafanir gegn peningaþvætti.
Búast má við að orðspor Íslands hafi laskast mjög að undanförnu vegna veru á þessum lista og vegna Samherjamálsins svokallaða.
Guðmundur Franklín Jónsson Viðskiptafræðingur sagði frá því að hann hafi heyrt í nokkrum Íslendingum erlendis sem hafi lent í töluverðum vandræðum vegna viðbragða erlenda fjármálastofnanna við veru Íslands á FAT listanum.