Kosningar og embættismenn sem varða lýðræði

Það stefnir í að það verði forsetakosningar framundan.  Tímarnir eru óvenjulegir að því leyti að nú stendur yfir heimsfaraldur, með samkomubanni á Íslandi sem fylgikvilla. Þetta hefur áhrif á undirskriftasöfnun hugsanlegra forsetaframbjóðenda. Alþingi Íslendinga sá vandann fyrir og hefur opnað fyrir, a.m.k. tímabundið, að hægt sé að safna undirskriftum rafrænt fyrir forsetakosningarnar.

Þetta ráð, að gefa kost á rafrænni undirskrifalistasöfnun, er rétt leið og í raun nútíminn með allri sinni tækni. Ef við getum greitt reikninga okkar í banka rafrænt, skrifað rafrænt ,,undirskrift“ við viðskiptagjörninga ýmis konar, því ekki rafrænnar undirskriftir vegna framboð?  Og því að stöðva þarna? Því ekki að leyfa rafrænar kosningar um hitamál (sem þar sem undirskriftalistasöfnun hefur staðið um og nægjanlegur fjöldi undirskrifta hefur safnast)?

Það er ekkert, hreint ekkert, sem stendur í veginum fyrir slíkar kosningar, nema vilji Alþingis. Þeir, svokallaðir fulltrúar okkar, vilja ekki afsala sér tommu af ,,valdi“ sínu, og deila völdum með þjóðinni. Hún sem hefur húsbóndavaldið í raun og veru í höndum sér en hefur afsalað sér daglega stjórn og vald til fulltrúa, sem eru jafnvel ekki kosnir beint af borgunum landsins, heldur er það flokksmaskínan sem velur fulltrúa okkar.

Fulltrúalýðræðið er 19. aldar útfærsla á lýðræði, þegar samgöngur voru slæmar og aðgengi kjósenda lítið. Það á ekki við á 21. öld.

Forn-Grikkir gátu haft beint lýðræði, enda bjuggu þeir í borgríkjum og gátu komið saman nánast hvenær sem er og kosið. Ekki nóg með það, heldur var kosið til embættis.  Fyrirkomulagið var ekki eins og er hjá okkur Íslendingum, þar sem ráðuneytisstjórar og aðrir embættismenn geta setið í áratugi, ekki kosnir til setu og já til valda, og samið lög með ráðherra og ráðandi ríkisstjórnarflokki. Þvílík völd sem slíkir menn hafa og enginn pælir í. Þeir geta stjórnað stefnu Íslands í áratugi, á meðan ráðherra koma og fara eins og farfuglarnir. 

Í Bandaríkjunum er mikið deilt um  ,,deep state“ um þessar mundir og þar er átt við embættismenn, sem eru leifar frá fyrri stjórn, og valda mikinn skaða, því að þeir eru enn trúir fyrri valdhöfum. 

Þegar Donald Trump fór til Washington, eins og þingmaðurinn Smith, í bíómyndinni ,,Smith goes to Washington, var ætlunin að þurrka upp mýrina, ,,drain the swamp“. Það hefur reynst erfitt, þótt verkið hafi gengið ágætlega á köflum. 

Andstæðingarnir, eru ekki pólitískt kjörnir demókratar, heldur moldvörpur – embættismenn – sem starfa enn í þágu fyrri valdhafa. Þeir eru ósýnilegir og aðeins þegar þeir vinna skemmaverk, er hægt að hafa upp á þeim og svæla þá úr holunum. Það hefur tekið Trump þrjú ár að svæla moldvörpurnar út og enn eru margar eftir.

Svo mikinn skaða ollu bandarísku moldvörpurnar, að þeim tókst næstum því að velta sitjandi forseta úr sessi. Við þekkjum þessa embættismenn úr erlendum fréttum. Þessir embættismenn eiga að vera ráðnir af forsetanum og reknir úr starfi ef þeir standa sig ekki. Það gerði Trump svo um munaði.

Tökum nokkur dæmi um moldvörpur sem reknar voru fyrir trúnaðarbrest og fyrir að taka þátt í að reyna að reka yfirmann sinn úr starfi, sjálfan forseta Bandaríkjanna.

Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu. Rekinn. Alexander Vindman offusti og sérfræðing í málefnum Úkraínu, rekinn. Michael Atkinson, eftirlitsmaður og framkvæmdastjóri leyniþjónustunnar, rekinn. James Comey, forstjóri FBI, rekinn og Trump forseti afturkallaði öryggisvottun John O. Brennan, fyrrum forstjóra C.I.A. sem skipaður var í embætti undir stjórn Barack Obama, forseta.

Sú ákvörðun Trumps að senda Bandaríkjaþing heim, og fá þannig tækifæri til að skipa síðustu embættismenn sína í embætti í stað moldvarpanna, er einstæð í bandarískri sögu.

Er ekki tími til kominn að endurskoða íslenskt lýðræði og lýðveldi? Það eru auðljóslega margir agnúar á núverandi fyrirkomulagi.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR