Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin – WHO – er undir mikilli gagnrýni eftir að Taívan birti efni úr tölvupósti frá desember þar sem spurt var um COVID-19 smit milli manna, en þar segir að fyrirspurnin hafi verið hunsuð af samtökunum og neitað enn frekar um að veita fullnægjandi upplýsingar um hvernig eigi að berjast gegn veiruna.
Taívan sakar WHO um að hafa gert lítið úr alvarleika og útbreiðslu kórónuveirunnar í tilraun til að þóknast Kína, jafnvel eftir að Taívan hringdi viðvörunarbjöllu um að minnsta kosti sjö tilfelli af afbrigðilegri lungnabólgu sem þeir voru meðvitaðir um í Wuhan, þar sem veiran er upprunnin.
Þega fjölmiðlar spurðust fyrir um málin sögðu forsvarsmenn heilbrigðisyfirvalda í Taívan að heilbrigðisyfirvöld í Kína hafi sagt: „Umrædd tilfellin væru ekki talin vera SARS; sýnishorn eru þó enn til skoðunar og tilfellin hafa verið einangruð til meðferðar,“ samkvæmt innihaldi tölvupósts frá tævönsku Eftirlitsmiðstöðvar með sjúkdómum og forvarnir (Taiwan’s Center for Disease Control and Prevention) til WHO þann 31. des.
„Ég myndi meta það mjög ef þú hefur viðeigandi upplýsingar til að deila með okkur,“ sagði jafnframt í tölvupóstinum.
Taívan er staðsett um það bil 129 km undan strönd Kína en hefur lýst sig sjálfstæðri þjóð í yfir 70 ár. Kína hefur hins vegar neitað að viðurkenna fullveldi Tævan og berst stöðugt fyrir því að koma eyjunni aftur undir stjórn kommúnistastjórnina í Peking.
Fyrir vikið hefur Kína með góðum árangri náð að sannfæra WHO um að útiloka Tævan frá samtökunum.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin neitaði því að Taívan hafi nokkurn tíma gert þeim viðvart um mögulega dreifingu veirunni frá manni til manns, en tævönsk heilbrigðisyfirvöld segja að vegna þess að þeir nefndu sérstaklega „óhefðbundna lungnabólgu“ – sem minnir á SARS, sem smitast með snertingu manna – „ættu lýðheilsufræðingar að geta greint frá þessu orðalagi að það væri raunverulegur möguleiki á smitisjúkdómi sem berst milli manna,“ sögðu þau í fréttatilkynningu.
„Vegna þess að á þeim tíma, voru enn engin tilfelli af sjúkdómnum í Taívan, gátum við ekki fullyrt með beinum og óyggjandi hætti að um mannleg smit hefði verið að ræða,“ segja heilbrigðisyfirvöld Taívans.
Taívan sagði að WHO og kínverska heilbrigðisyfirvöld neituðu bæði að veita fullnægjandi upplýsingar sem gætu hafa undirbúið stjórnvöld fyrir áhrifum veirunnar fyrr.
Að auki tókst WHO ekki að koma því til leiðar að kínverskir embættismenn deildu uppbyggingu veirustofnsins sem hefðu gert kleift að framleiða greiningarpróf verulega fyrr um heim allan.
Spenna milli Taívan og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur valdið því að Trump forseti íhugaði að draga fjármagn frá heilbrigðissamtökum Sameinuðu Þjóðanna, sem fær meginhluta peninga sinna frá bandarískum skattborgurum.