Bóluefni gegn kórónuveirunni gæti verið tilbúið í september

 Bóluefni gegn kórónuveirunni gæti verið tilbúið strax í september, segir breski vísindamaðurinn, Sarah Gillbert, sem stýrir rannsóknarteymi þar í landi.

Sarah Gilbert, prófessor í bólusetningarfræði við Oxford háskóla, sagði við The Times að hún væri „80 prósent fullviss“ um að bóluefnið, sem teymi hennar þróaði, muni virka, en rannsóknir á mönnum eiga að hefjast á næstu tveimur vikum.

Breska ríkisstjórnin gaf til kynna að hún væri reiðubúin að fjármagna framleiðslu milljóna skammta fyrirfram ef árangur þætti vænlegur. Þetta myndi gera það kleift að bóluefni væri tiltækt strax fyrir almenning ef það væri sannað að það virki.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR