Hýdroxýklórókín er metið „árangursríkasta“ kórónuveirumeðferðin, segir í áliti lækna

Alþjóðleg skoðanakönnun meðal þúsunda lækna metur  malaríulyfið hýdroxýklórókín (hydroxychloroquine) sem besta meðferðin gegn kórónuveirunni. Trump minntist á lyfið á daglegum fréttamannafundi Hvíta húsins og taldi það vera mögulegt tæki til að berjast gegn COVID-19. Margir fjölmiðlar hæddust að orðum forsetans og sumir töluðu um að hætta beinum útsendingum frá þessum fundum vegna þessara orða.

Af 6.227 læknum í 30 löndum og könnunin náði til, mátu 37 prósent þeirra hýdroxýklórókín sem „árangursríkustu meðferðina“ til að berjast gegn hugsanlegum banvænum veikindum, samkvæmt niðurstöðum sem gefnar voru út á fimmtudag.

Könnunin, sem gerð var af heilsuskoðunarfyrirtækinu Sermo, fann einnig út að 23 prósent lækna höfðu ávísað lyfinu í Bandaríkjunum – mun minna en í öðrum löndum.

„Utan Bandaríkjanna var hýdroxýklórókín jafnt notað til sjúklinga greindra með vægt til alvarlegt einkenni en í Bandaríkjunum var það oftast notað fyrir sjúklinga greinda með mikla áhættu,“ segir í könnuninni.

Lyfið var mest notað á Spáni þar sem 72 prósent lækna sögðust hafa ávísað því.

Umræða um hýdroxýklórókín kviknaði fyrir tveimur vikum eftir að Trump forseti hældi lyfið sem hugsanlegan „vendipunkt“ í baráttunni gegn heimsfaraldri COVID-19 og varð til þess að gagnrýnendur sökuðu  hann um að hafa stutt ósönnuð og óprófuð úrræði.

Hingað til „ hafa engar vísbendingar“ um að eitthvert lyf „geti komið í veg fyrir eða læknað sjúkdóminn,“  segir í yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar.

En forstjóri Sermo, Peter Kirk,  kallaði niðurstöður könnuninnar „fjársjóð af alþjóðlegu innsæi fyrir stefnumótendur.“

„Læknar ættu að hafa meiri að segja í því hvernig við tökumst á við þennan heimsfaraldur og geta fljótt miðlað upplýsingum hvern við annan og heiminn,“ sagði hann í fréttatilkynningu.

Könnunin náði til lækna í 30 löndum, meðal annars frá Evrópu, Suður Ameríku og Ástralíu – og enginn hvati var veittur fyrir að taka þátt, segir í yfirlýsingu fyrirtækisins.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR