Læknar og hjúkrunarfólk fá launahækkun upp á 120% meðan á faraldrinum stendur

Sérstakir hamfarasamningar við lækna og hjúkrunarfólk í Stokkhólmi hafa tekið gildi. 

Samningarnir eru hluti af neyðaráætlun sem samið var um eftir skógareldana sem geysuðu í landinu árið 2018 og mæla fyrir um að á tímum hamfara eins og kórónuveirufaraldurinn er nú skilgreindur skuli læknar og hjúkrunarfólk sem eru á svæðum sem eru undir sérstöku álagi fá tvöföld laun en einnig að lengja megi vinnutíma í 48 stundir á viku – á móti kemur launahækkun upp á 120 prósent.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR