Þarf fólk að vera með andlitsgrímur til að forðast COVID-19 smit?

Skilaboðin frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum hafa verið misvísandi og geta valdið misskilningi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sagt í sjónvarpsviðtölum að notkun andlitsgríma veki falskt öryggi. Þetta eru hættuleg orð, ef menn misskilja hvað hann á við.  Hann er ekki að hvetja til þess að fólk, sérstaklega heilbrigðisstarfsfólk, hætti að nota andlitsgrímur, heldur að það er vandasamt að nota þær. Því að ef þær eru notaðar á rangan hátt, þá geti það valdið skaða. Til dæmis ef þær eru notaðar of lengi eða ekki festar rétt á andlitið.

Þetta hefur George Gao, sem er yfirmaður kínversku miðstöðina fyrir eftirlit og varnir gegn sjúkdómum (Chinese Center for Disease Control and Prevention), að segja:

,,Stóru mistökin í Bandaríkjunum og Evrópu eru að mínu mati að fólk er ekki að nota andlitsgrímur. Þessi veira smitast með dropum eða úða og nánum snertingum. Ördroparnir gegna mjög mikilvægu hlutverki í smitum – þú verður að vera með andlitsgrímu, því þegar þú talar, þá koma alltaf dropar eða raki úr munninum. Margir eru með einkennalausar eða einkennalitlar sýkingar. Ef þessir einstaklingar bera andlitsgrímur getur það komið í veg fyrir að dropar sem bera veiruna sleppi og smiti aðra. “

Rannsóknir frá Wuhan sýnir að um flókið svif veiruagna er að ræða – stundum dropasmit og stundum loftsmit – eftir aðstæðum.

Það virðist vera mikið ruglingur varðandi dropa- á móti úðabrúsaumræðunni og hvernig þetta tengist útbreiðslu COVID-19. Er smitið loftborið og er fólk að anda að sér veirunni eða smitast af efnum sem eru líkleg til að bera smit, svo sem föt, áhöld og húsgögn? Svo má heldur ekki gleyma handsmitinu, sem öll áhersla er lögð á hér á Íslandi að verjast. Óþægilegi sannleikurinn er sá að við höfum sannanir fyrir öllum leiðum.

Að því er varðar COVID-19 erum við sammála um að hinar ýmsu flutningsleiðir kunna að ráða mestu í mismunandi aðstæðum. Loftborna leiðin er sú leið sem sjúkrahús og starfsmenn þeirra þurfa að varast sem og fjölmenn og illa loftræst almenningsrými. Allir aðrir eru líklegri til að fá veiruna í gegnum snertiflöt, slæma handhreinsun og síðan snertingu andlits eftir á.

Það er dýrmætt fyrir vissar stéttir að nota vandaðar grímur t.d. þeir sem sinna öldruðum á stofnunum svo að smit sé  ekki óvart borið til þeirra. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. En afgreiðslufólk ætti að bera andlitsgrímur líka. Það er í samskiptum við hundruð og jafnvel þúsunda manna á hverjum degi. Það getur reynst vera ofursmitberar og ábyrgð þeirra er mikil. Ánægjulegt er að matvöruverslanirnar eru til fyrirmyndar í þessu sambandi. Þær bjóða upp á snertifrítt handspritt, gúmmíhanska og starfsfólkið notar gúmmíhanska og sum staðar hefur verið komið upp plastveggjum milli afgreiðslufólks og viðskiptavinarins. 

Það virðist vera einhver hræðsla eða feimni meðal Vesturlandabúa að nota andlitsgrímur á almannafæri. Þetta tengist persónufrelsi og –tjáningu þeirra. Hjá Asíubúum, sem búa í fjölmennum samfélögum, gildir ekki sama viðhorf. Þar gengur fólk óhrætt um með andlitsgrímur við dagleg störf. Sjá má þetta í ríkjum eins og Kína og Japan. Það sem hefur einnig vanið Asíubúanna við notkun andlitsgríma, er loftmengun en milljónir manna deyja árlega í Asíu vegna slæmra loftgæða.

Í ágætri grein, ,,Ég hvet landsmenn til að bera grímur — þær virka“, eftir Guðmund Pálsson er minnst á mikilvægi notkun grímna. Hann segir þetta:

Fyrst nokkur lykilatriði:

    Heilsugæslan notar grímur. Læknavaktin notar grímur.

    Heilbrigðisstarfsfólk í skimun fyrir veirusmiti notar grímur.

    Engum dettur í hug að þær virki ekki.

En það er svolítill þröskuldur að setja grímuna upp og ganga með hana á meðal fólks. Það er bara að gera það, þá hverfur hindrunin. Maður horfir í augu fólks í staðinn. Og sá sem er með grímu fær töluverða öryggistilfinningu, sérstakega ef hann er með hanska líka.“

Munum að einfaldar grímur gegna því hlutverki að verja andlitið frá snertingu eigin handa sem og munnúða eða dropa sem berast frá öðru fólk. Andlitsgríma er góð leið til að verjast smiti ásamt því að nota gúmmíhanska sem eru sprittaðir reglulega. Þvoum hendur reglulega og þrífum snertifleti sem margir koma við. Forðumst fjölmenni og verum varkár þegar við erum í samskiptum við fólk sem við hittum kannski bara einu sinni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR