Ég er „ferðamaður“

Hjördís B. Ásgeirsdóttir skrifar: Ég byrja á því að fara niður og fá mér að borða af hlaðborðinu á hótelinu. Ég fæ mér sitt lítið af hverju og maðurinn minn kemur  niður í humátt á eftir  mér. Öll þessi áhöld sem allir snerta þegar valið er góðgæti á diskana, Eg hugsa ekkert út í það. Eftir morgunmatinn förum við í búðina og snertum á leið okkar að afgreiðslukassanum ansi marga fleti. Ég er ekki hrein á höndunum vegna þess að ég er búin að hósta í lófann á mér og snerta þessa algengu fleti sem á leið minni verða. Ég er kvefuð og hósta og jafnvel hnerra á meðan ég er í búðinni. Ég bíð eftir að komast að kassanum, í röð – í millitíðinni get ég ekki haldið niðri í mér hóstanum og hósta með þeim afleiðingum að litlir dropar  kvissast heila 2 – 3 metra frá mér. Ég toppa það með því að hnerra undir það síðasta. Ég tók eftir því að fólk færði sig frá mér og sendi mér vanþóknunarsvip.

Við fórum á matsölustað og fengum okkur dýrindis mat að borða. Ég notaði pappír til þess að þurrka mér um hendurnar og munninn. Við notum  hnífapör sem eru að sjálfsögðu ekki einnota. Ég fékk mér vatnsglas og eftir situr munnvatnið mitt á glasinu. Starfsmaður kom að borðinu og fjarlægði diskana og hnífapörin eftir matinn. Maðurinn  tók utan um hnífapörin sem ég var búin að nota til þess að setja matinn upp í mig (að sjálfsögðu). Hann tók pappírinn af boðrinu sem ég var búin að þurrka mér með í kringum munninn og  hendurnar, greinilega án þess að hugsa um mögulegt smit. Ég hugsaði heldur ekkert út í það þá.


Ég fór síðan að borga fyrir virkilega góðan mat. Ég pikkaði pinnúmerið mitt á kortinu á posan og auðvitað varð ég að snerta takkana til þess. 

Hvernig gátum við vitað að við værum með Covid-19?

Bílaleigubíllinn var að verða bensínlaus svo við fórum á næstu bensínstöð. Ég setti kortið mitt inn í sjálfsalan og snerti takkana til þess að geta sett inn pinnúmerið á kortinu mínu, og borga. Ég tók um dæluna með höndunum og fyllti tankinn á bílnum af bensíni.


Næst var að fara í Kringluna og Smáralindina og versla sér föt, fyrst að máta og sjá hvort mér líki við fötin. Þaðan fórum við í bókabúðina og handfjötluðum bækurnar, ef einhver þeirra skildi vekja upp áhuga okkar. Ég gat auðvitað ekki hamið hnerran né hóstan þar, frekar en í búðinni eða á veitingastaðnum. 
Þetta var góður dagur og við búin að gera fullt, fara út um allt, skoða Hvala-  og listasafnið o.fl. Við fórum inn á hótelið í afgreiðsluna og þaðan inn á herbergi. Það var gott að fara í sturtu eftir árangursríkan dag . Við fengum ný handklæði en þjónustan kom á meðan við vorum inni og tók óhreinu handklæðin okkar sem voru enn hálf blaut síðan um morguninn

Við enduðum á því að fá okkur kvöldmat niðri á hótelinu, frekar þreytt eftir daginn. Það var boðið upp á hlaðborð með fjölbreyttum kræsingum og við fengum okkur sitt lítið af hverju. Það voru auðvitað áhöld í skálunum á hlaðborðinu,  grænmetinu, ávöxtunum eða meðlætinu með matnum. Hnífapörin voru öll á einum stað í körfu þar sem við skelltum höndunum í körfuna til þess að ná okkur í hnífapör. Við hugsuðum ekkert út í það að við værum búin að vera með hendurnar í andlitinu, hárinu eða annarstaðar. Manninum mínum  klæjaði í nefið og klóraði sér í nefinu og hnerraði í lófan á sér í kjölfarið. Hann tók síðan skeiðina í salatinu og setti smá salat á diskinn sinn. Við enduðum kvöldið á að fara í bíó.

Fólk er í vinnu á daginn, meðhöndlar peninga sem maður veit ekkert hver hefur átt.. fer í búðina, snertir posa sem allir aðrir snerta, kemur við vörur sem margir aðrir hafa snert, eins og handföng, innkaupakerrum, körfum og handrið við stiga og rúllustiga. 

Það er ekki verið að þrífa þessa fleti eftir hverja manneskju. Í ljósi þessa, eftir þessa ferð okkar þá veltum við því fyrir okkur  hverjir eru að smita hvern? Eru ferðamenn stikkfrí, var ég stikkfrí?

Ég velti því fyrir mér hvort Landlæknir, Almannavarnir ásamt Sóttvarnalækni landsins, telja ferðamenn hafa yfirnáttúrulegt ónæmiskerfi sem veldur því að þó þeir hnerra eða hósta þá berist ekki dropasmit frá þeim, eingöngu vegna þess að þetta eru ferðamenn sem eiga ekki ættingja á landinu, ferðamenn sem eru ekki endilega mikið að velta því fyrir sér að vera með hreinar hendur 24/7 þegar farið er í verslun úr verslun, flakkað á milli staða allan daginn. Skoða og kaupa. 

Hvernig gátum við vitað að við værum með Covid-19?

Ef heimamenn geta smitað manna á milli eins og ítalir að smita íslendinga þá geta ferðamenn smitað heimamenn Áhættan er sú sama fyrir alla.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR