Verslanir þurfa, eins og önnur þjónustufyrirtæki, að passa upp á að ekki séu fleiri en 100 viðskiptavinir í einu inn í versluninni. Það var óneitanlega skrítið að standa í röð og bíða eftir að komst inn að versla i verlsun Krónunnar í Kópavogi í gær. Þegar litið var inn í verslunina fannst þeim sem biðu varla vera nokkur maður inni enda húsnæði verslunarinnar stórt og rúmgott. Starfsmaður stóð við innganginn og hleypti jafnmörgum inn og fóru út.
Viðskiptavinir tóku biðinni með ró enda gekk röðin furðu hratt og biðin einungis fáeinar mínútur fyrir hvern viðskiptavin.