NÝTT: Annað dauðsfallið í Svíþjóð

Kona sem er búsett á Västra Götaland svæðinu lést á laugardags nótt af nýju kóróna veirunni, segir í tilkynningu frá Sahlgrenska sjúkrahúsinu. Hún er önnur manneskjan í Svíþjóð sem deyr úr convid-19.

– Þetta er 85 ára kona með önnur flókin veikindi sem sinnt var á Sahlgrenska.

Á miðvikudag lést maður á Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Huddinge, aldraður sjúklingur með convid-19 og undirliggjandi veikindi.

– Því miður var það ekki alveg óvænt að fyrr eða síðar bættist annað andlát við, en það er augljóslega ákaflega sorglegt. Núna fara hugsanir okkar til vina og fjölskyldu hins látna, segir Peter Ulleryd, smitsjúkdómalæknir hjá Smittskydd Västra Götaland í fréttatilkynningunni sem birt er á svt.se.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR