192 smitaðir af kórónaveirunni í Noregi: 23 ný smit síðasta sólarhring

Kórónaveiran heldur áfram að breiða úr sér á Norðurlöndum.

Norsk yfirvöld tilkynntu nú fyrir stundu að 192 væru smitaðir af kórónaveirunni  og hefðu 23 ný smit bæst við síðasta sólarhring.

55 smituðust í Noregi en 134 smituðust á ferðalagi erlendis. Smit þriggja er óstaðfest.

Heilbrigðisyfirvöld hafa greint smitin eftir kyni og aldri.

Að meðaltali eru þeir sem smitaðir eru 44 ára og af þeim um 40% konur og 60% karlmenn.

Norska ríkisútvarpið birti lista þar sem smitaðir eru flokkaðir eftir fylkjum:

  • Troms og Finnmark: 6
  • Oslo: 35
  • Viken: 44
  • Vestland: 26
  • Agder: 12
  • Trøndelag: 21
  • Rogaland: 26
  • Innlandet: 13
  • Møre og Romsdal: 2
  • Vestfold og Telemark: 4
  • Nordland: 3

Vilja banna heilbrigðisstarfsmönnum að ferðast

Yfirvöld viðra nú þá hugmynd að banna heilbrigðisstarfsmönnum að ferðast út fyrir landsteinana.

Það er ekki hins vegar engin lagastoð fyrir því og hvetur Dag Jacobsen deildarstjóri á háskólasjúkrahúsinu í Oslo til þess að lögum verði snarlega breytt svo vinnuveitendur, eins og stór sjúkrahús, fái lagstoð til að leggja slíkt bann á starfsmenn sína. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR