Ný rannsókn: Gráhvalir stranda vegna sólstorma

Gráhvalir nota segulsvið jarðar til að rata og það á til að breytast þegar sólstormar geisa á sólinni.

Gráhvalurinn er einn af hvölunum sem synda lengst þegar þeir ferðast á milli. Í október, þegar hitinn á Norðurpólnum fer að lækka og ísinn dreifist suður, syndir hann í átt til hlýrri slóða.

Meira en 11.000 km og þremur mánuðum síðar er gráhvalurinn staddur við strendur Mexíkó, þar sem hann heldur þar til veturinn í norðri er liðinn. En það er ekki alltaf sem hvalurinn hefur farið rétta leið á sínum innri GPS.

Nýjar rannsóknir sýna að oft er hann við það að stranda og það gerist oftar þegar það er „stormur“ á sólinni.

Nefnilega, innri GPS hvalanna virkar með því að nota segulsvið jarðar. Og segulsviðið verður fyrir sterkum áhrifum frá sólstormum.

Uppgötvunin kemur vísindamönnum, sem rannsakað hafa hvali við Kaupmannahafnarháskóla, ekki á óvart.

Lengi hafa menn verið með hugmyndir um að hvalir notist við segulsvið jarðar til að rata. Vísindamenn hafa einnig verið með hugmyndir um að hvalir notist við segulsvið fjalla neðnsjávar.

Það sem rennir stoðum undir hugmyndir vísindamanna um að segulstormar á sólinni hafi áhrif á rathæfni hvala er samanburður á fjölda hvala sem vitað er um að hafi strandað á ákveðnu tímabili. Á sama tímabili geisuðu sólstormar á sólinni. Upplýsingarnar um sólstormanna fengust frá NASA sem skrásetur mjög nákvæmlega allt um sólstorma í gengum gervihnetti sína.Niðurstaðan í stuttu máli virðist vera að hvalir geta orðið blindir þegar miklir sólstormar geisa á sólinni. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR