Barn hefur verið greint, 30 klukkustundum eftir fæðingu, með kórónaveiruna í Kína. Þetta er í fyrsta skipti sem vitað er til þess að svo ungt barn sé smitað af veirunni. Barnið fæddist í Wuhan þar sem veirufaraldurinn er í hámarki.
Vitað var að móðirin var smituð fyrir fæðinguna og velta vísindamenn nú fyrir sér hvernig veiran barst til barnsins í móðurkviði. Það er einning talið hugsanlegt að barnið hafi smitast eftir fæðingu.
Þrátt fyrir að fleiri þúsund manns hafi smitast af veirunni í Kína eru ekki mörg börn þar á meðal. Veiran hefur dregið hátt í 600 manneskjur til dauða.