Íslendingur útskrifast sem lautinant frá norska Herskólanum

Það þótti fréttnæmt í júní 1980 að Íslendingur útskrifaðist sem lautinant frá norska Herskólanum. Alls voru það 35 nýir lautinantar sem útskrifuðust og þar á meðal var einn Íslendingur, Arnór Sigurjónsson frá Reykjavík. Lautinantsgráður hljóta þeir sem hafa lokið þriggja ára námi við norska Herskólann. Á myndinni er Arnóri afhent skírteinið við hátíðlega athöfn.

Arnór kom til Íslands og starfaði hjá íslensku lögreglunni meðal annars við þjálfun sérsveitarinnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR