99 prósent af Kínaveirutilfellum koma frá sóttkvíarhótelum

Ný bylgja af Kínaveirufaraldrinum sem breiðst hefur út í Ástralíu má rekja til hótela sem notuð hafa verið sem sóttkví fyrir ferðamenn. 

Bylgjuna má rekja til sjö ferðamanna sem dvöldu í sóttkví á hóteli í ástralska ríkinu Viktoríu.

Erfðakóðar fyrir þá Kínaveiru sem komið hefur upp í Viktóríu hafa verið rannsakaðir og 99 prósent mála má rekja til tveggja hótela þar sem borgarar voru í sóttkví eftir að þeir voru á ferðalagi erlendis.

Það kom fram á mánudag við skýrslutöku á sóttkvíarhótelunum, skrifar Australian ABC News.

Viktoría kynnti nýja stranga lokun samfélagsins í sex vikur 2. ágúst þegar smitið fór úr böndunum. Ríkið skráði 25 dauðsföll á mánudag vegna Kínaveirunnar covid-19 – mesta fjölda hingað til vegna Kínaveirunnar.

Á þriðjudaginn kom í ljós við skýrslutöku að fjögurra manna fjölskylda hafi hafið smitakeðju sem nemur yfir 90 prósent tilvika í Viktoríu núna.

Fjölskyldan var sett í sóttkví eftir utanlandsferð á Rydges á Swanston Hotel í Melbourne í byrjun maí þegar þau fóru að fá einkenni Kínaveirunnar.

Þann 25. maí reyndist öll fjölskyldan jákvæð. Sama var að segja um þrjá starfsmenn á hótelinu. Þaðan hefur sýkingin síðan breiðst út í samfélaginu.

Tvo litla smitklasa í Viktoríu má rekja til ferðalanga sem voru í sóttkví á Stamford Plaza Hotel í Melbourne. Stjórnvöld fengu einkafyrirtæki til að vakta sóttkvíarhótelin og er orðrómur um að starfsmenn þess hafi ekki sinnt starfi sínu. Þeir eru sagðir hafa verið kærulausir og illa þjálfaðir til að takast á við verkefnið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR