216 mílna löng landamæragirðing risin á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó

Donald Trump forseti heimsótti hluta af landamærum Bandaríkjanna – Mexíkó í Yuma í Arizona á dögunum til að fagna 200 mílur af nýlega byggðum landamæramúr sem er reyndar orðinn lengri eða um 216 mílur.

Næstum allar 216 mílurnar sem hafa verið voru síðan Trump tók við embætti kom í stað gamaldags eða niðurníddrar girðingar. Um „þrjár mílur af nýju landamæramúrkerfi (hafa verið) reistar á stöðum þar sem engar hindranir voru áður“, samkvæmt stöðuskýrslu Homeland Security 19. júní um landamæravegginn. 

Þess má geta að frá og með janúar 2009 greindu bandarísku tolla- og landamæravernd frá því að meira en 580 mílna (930 km) hindranir væru til staðar. Heildarlengd landamæranna eru 1.954 mílur (3.145 km).

Stjórn Trump hefur lagt áherslu á að reisa veggi, sem reynar eru 18 (5.5 metrar) eða 30 feta (9.1 metrar) háar girðingar, á þeim stöðum þar sem reyndir mest á landamærin. Þar eru fyrir hindranir fyrir bíla og lágar girðingar sem stöðva fáa sem vilja fara yfir landamærin en afmarka þau þó. Jafnframt girðingunum, hafa verið komið fyrir nemum eða skynjurum, vegum og myndavélakerfum svo eitthvað sé nefnt, sem mynda heilstætt landamæravarnarkerfi.

Hingað til hefur Trump stjórnin varið 15 milljörðum dollara í verkefnið.

„Ég er ánægður með að vera í Yuma … til að minnast þess að meira en 200 mílur af öflugum landamæramúr hefur verið lokið,“ sagði hann  þann 23. júní við tímamótafund um öryggi landamæranna áður en hann heimsótti landamæramúrinn. „Við erum á fullu að ljúka 450 mílum í lok ársins og 500 mílur næstum því strax á eftir.“

,,Verkfræðideild hersins, mig langar að þakka þeim, þeir hafa verið ótrúlegir.“

Trump sagði að nýja landamæravarnarkerfið hafi aukið getu Bandaríkjanna til að tryggja suður landamærin.

Veggurinn hefur dregið úr smygli fíkniefna og manna, stöðvað glæpamenn og klíka frá því að koma til landsins og lækkað ofbeldisglæpi í bandarískum borgum, sagði forsetinn. „Þetta er landamæraöryggi, sem er þjóðaröryggi,“ sagði Trump.

Mörg samtímadæmi um landamæravarnarmannvirki eru talin skila árangri. Hindranir á borð við ungversku landamæragirðinguna, landamæraveggi Ísraelshers og ísraelsku vesturbakkahindrunina hefur fækkað ólöglegum ferðum yfir landamærin Í Ungverjalandi, til dæmis, fækkaði ólöglegum innflytjendum úr 4500 á dag í 15 eftir að 175 kílómetra löng, fjögurra metra há girðing var reist árið 2015.  

Aftur á móti benda rannsóknir við Texas A&M háskólann og Texas tækniháskólann til þess að ólíklegt sé að veggur, og landamæramúrar almennt, skili árangri til að draga úr ólöglegum innflytjendum eða flutningi á smygli nema annað komi til. Ólöglegir innflytjendur fari til dæmis inn í landið löglega og endurnýja ekki dvalarheimilld sína. Einnig hefur hver sem er, getað komið að landamærunum og sagst vera flóttamaður og krafist inngöngu og landamæraverðir skyldugir að veita þeim móttöku. Vegna álags á kerfinu, hefur margt af þessu fólki farið inn í þjóðfélagið, horfið og ekki gefið sig fram þegar úrskurða á í málum þeirra.

Trump hefur einnig sett tappann í hvað þetta varðar, t.d. gert samninga við ríki Suður-Ameríku og Mexíkó, um að mál hælisleitenda verði tekin þar fyrir, ekki í Bandaríkjunum. Nú er svo komið að fleirum er vísað úr landi, en koma inn. og færri stíga fæti nokkurn sinni á bandaríska grund.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR