Matvælaeftirlitið í Hjørring í Damörku tekur enga áhættu vegna kórónuveirusmits sem kom upp á minkabúi sem er 20 kílómetra frá bænum og hefur fyrirskipað að allir minkar sem eru í ræktun á búinu skuli aflífaðir.
Að aflífa dýrin mun taka fleiri klukkutíma og mun fjöldi manns koma að verkinu fyrir utan starfsmenn minkabúsins og verður gengið rækilega úr skugga um að dýrin séu dauð áður en hræið er sent í förgun. Ekki hefur verið sýnt fram á að smit geti borist úr minkum í menn samkvæmt frétt DR. um málið, en þar sem talið er að upphaflega hafi kórónuveiran smitast úr dýri í mann taka menn enga áhættu. Allir sem koma að förgun minkana í Hjørring munu gæta fyllstu varúðar og allir verða sótthreinsaðir eftir að vinnu við förgun dýrana líkur.
Minkabóndinn mun fara mjög illa fjárhagslega út úr málinu og kvarta samtök minkabænda yfir að bætur sem boðnar eru af yfirvöldum séu langt frá því sem sanngjarnt gæti talist.
Hollendingar hafa þurft að farga 500 þúsund minkum
Smit hafa einnig komið upp á minkabúum í Hollandi og hafa hollenskir minkabændur þurft að farga hátt í 500 þúsund dýrum frá því kórónuveirufaraldurinn kom upp.
Myndin er af vef dr.dk