Um borgarlínuna

Umræður um borgarlínuna svo nefndu hófust skyndilega nú um hávetur, korteri fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Nú á þessi samgönguleið að vera kosningamál en um leið hljóðnar allar gagnrýnisraddir á bága fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar sem er nánast gjaldþrota.

Upp er sett dæmi, sem fæstir borgarbúar skilja út á hvað gengur. Talað er um sérstakar samgönguæðar sem eiga að tengja saman höfuðborgarsvæðið en ljóst er, þegar kortið af því er skoðað, að nokkur svæði verða út undan. Þær fréttir hafa borist í undirbúningi borgarlínunnar að hún muni t.a.m. ekki liggja inn í Seltjarnarnesbæ. Eins er óljóst hvaða farartæki verða nota, talað er um harmonikkuvagna, líklega ekki á teinum, heldur á hjólum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði sjálfur í viðtali að ekki hafi verið ákveðið hvort að hraðvagnakerfi eða léttlestakerfi verði fyrir valinu.

Allt er þetta óljóst í huga höfuðborgabúa vegna þess að kynningin hefur ekki verið markviss og markaðsetningin þar af leiðandi léleg. Einfalt hefði verið að senda kynningabæklinga inn á hvert heimili höfuðborgarsvæðisins eða hreinlega að vera með röð sjónvarpsauglýsinga eða blaðaauglýsinga.

Kostnaðurinn: Tugir milljarða króna í borgarlínu

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins 3. maí 2017, gæti ný borgarlína kostað á milli 44 til 72 milljarða og gæti undirbúningur á henni hafist nú í ár. En hver á að borga reikninginn?

Í bréfi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins til fjárlaganefndar Alþingis kemur fram fram að kerfið geti kostað allt frá 44 til 72 milljarða. Einnig kemur fram í sama bréfi að óskað sé eftir 25 til 30 milljarða framlagi ríkis og sveitarfélaga til ársins 2022. Svo hefur verið rætt er að fjármagna verkefnið með því að innheimta innviðagjald.

Þetta er gífurlegur kostnaður sem á að fara í, þegar ný samgöngubylting er handan við hornið.  Öll sveitarfélögin hafa rétt við fjárhagsstöðu sína nema Reykjavíkurborg sem heldur áfram að auka við skuldir sínar í mesta góðæri Íslandssögunnar.  A-hluti borgarsjóðs er galtómur og borgarbálknið er farið að líkjast ískyggilega ríkisbálknið og vanséð hvernig borgin ætlar að fjármagna herlegheitin nema að seilast í vasa borgarbúa. Skuldasöfnun borgarinnar er mikil, þrátt fyrir met tekjur og mesta góðæri Íslandssögunnar, Á 2 árum hækkuðu skuldir um 20 milljarða!  Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja að skuldir séu að hækka um 8 milljarða á A hluta og 16,4 milljarða á samstæðu A og B hluta á árinu, og að veltufé frá rekstri í borginni er mun minna en meðaltal sveitarfélaga í landinu.

Í frétt Viðskiptablaðsins 6. desember 2017 segir að „Reykjavíkurborg fer ekki varhluta af jákvæðri tekjuþróun í þjóðarbúinu eins og sjá má á því að A hluti fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum,“ segir í fréttatilkynningu frá flokknum.Hvert fóru þessir peningar? Ekki sjáum við það í innviðum borgarinnar, sbr. götum, leiksskólum og þess háttar…. Skuldir borgarinnar ná upp í 108 milljörðum.

En er borgarbúar aflögufærir? Borga þeir of mikla skatta nú þegar? Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið.

Hvað segja skipulagssérfræðingar?

Þýskir skipulagsfræðingar sem hafa litið á áætlanir um borgarlínuna hrista höfuðið. Þeim lýsa því yfir að þetta gengur ekki upp. Aðeins 4% íbúana nota strætó og þeir eru illa nýttir nú þegar. Þetta borgar sig einfaldlega ekki. Jafnvel þó nýtingin myndi þrefaldast og færi í 12%, þá dugar það ekki til.  Borgarsvæðið er hreinlega of dreifbýlt til þess að íbúarnir vilji afhenda einkabílinn og fara að skröltast um í strætó sem tekur þrefalt lengri tíma að fara með en með einkabílnum. Lesandinn getur séð fyrir sig 4 manna fjölskyldu sem ætlar að fara frá Breiðholti niður í miðborg Reykjavíkur. Hún þarf að kannski að ganga nokkur hundruð metra í snjóslappi eða vetrarstormi í næstu stoppustöð og þar tekur við köld bið eftir næsta vagni.

Í frábæri grein eftir Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson sem ber heitið Borgar-sigekki-lína kemur fram að í ,,skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið COWI gaf út um forsendur fyrir Borgarlínu kemur fram að eftirspurnin eftir henni er ekki nægjanleg eins og staðan er í dag, en útreikningar skýrslunnar gera ráð fyrir þrefalt fleiri ferðum með almenningssamgöngum en farnar eru. Því þarf að draga verulega úr ferðum með einkabílum til þess að aukning verði á ferðum með almenningssamgöngum.“

Hvernig ætla borgaryfirvöld á þá að snúa borgarbúa frá einkabílnum? Inga María bendir á að lausn borgaryfirvalda sé að ráðast á einkabíllinn sem samgöngutæki.  ,,Því stendur m.a. til að fækka akreinum fyrir bíla með því að uppræta þær og nota fyrir Borgarlínu, auk þess sem tefja á bílaumferð með því að auka fjölda gönguljósa og gangbrauta yfir vegi. Lækka á hámarkshraða til að hægja enn frekar á umferðinni og stytta tíma logandi grænna ljósa til að koma í veg fyrir gott flæði umferðar. Þannig verður einkabíllinn verri kostur fyrir borgarbúa og þeir fara að sjá hag sinn í að ferðast með Borgarlínu.“

Borgaryfirvöldum dettur ekki í hug að hlú að báðum kostum, einkabílnum og bæta almenningssamgöngur. Reiðhjólamaðurinn nýtur meiri virðingar en bíleigandinn og sjá má það í verki, með gerð fjölda reiðhjólastíga, sem er frábært út af fyrir sig, en þrengingar lagðar að einkabílstjóranum.

Sporin hræða

Lítum á Miklubrautina við Klambratún. Eins og málið var kynnt þá, þá bjuggst flestir við að þarna væri að bætast við ný akbraut, sem myndi væntanlega henta fyrir borgarlínu. Nei, svo reyndist ekki. Settir voru upp veggir, beggja vegna og annar þeirra stórhættulegur gangandi sem og akandi vegfarendur. Kemst strætó hraðar þarna yfir? Ætlunin er að lækka hámarkshraða á þessum vegspotta, sem er reyndar alveg óþarfi, því að umferðateppurnar sjá til þess að meðalhraðinn þarna er á við lokaða íbúagötu upp á 30 km/klst.  Þarna tókst borgaryfirvöldum að klúðra rækilega málum. Er þeim þá treystandi fyrir meiriháttar samgönguumbætur?

Hvað er þá til ráða?

Borgarlínan útilokar alls ekki umtalsverða uppbyggingu á öðrum umferðarmannvirkjum fyrir þá sem kjósa að nota einkabíla. Margir valkostir eru í stöðunni og hægt að fara í einn í einu. Mesti vandinn er á Miklubraut.  Þar eru ennþá, þótt ótrúlegt megi vera, gönguljós fyrir gangandi vegfarendur. Einn gangandi vegfarandi getur teppt fer hundruði manna.  Það má útbúa undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. 

Hugmyndir Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar og Framsóknarmanna /Miðflokksmanna um að færa Landsspítalann eru enn gildar.  Til dæmis á  Vífilsstaðaspítalasvæðið. Mótrökin eru að það sé ódýrara að byggja á núverandi stað og hægt sé að nýta núverandi húsnæði. Það má selja þetta húsnæði fyrir stórfé og byggja nýjan spítala með tilbúnum hugmyndum erlendis frá. Menn verða að hugsa hundrað ár fram í tímann, ekki nokkra áratugi.

Leggja þarf mislæg gatnamót alls staðar þar sem nú eru ljósastýrð gatnamót á Miklubraut. Mislæg gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og síðan loka leiðinni á Lönguhlíðinni í gegnum Miklubraut.  Mislæg gatnamót við Háaleitisbraut  og einnig við Grensásveg og þá er flæðið ótruflað frá Landsspítala upp í Mosfellsbæ. Bara þessar leiðir léttir á umferðinni umtalsverð. Leggja má stokka þar sem hagkvæmt má telja.

Búa til nýjar samgönguæðar eða leggja borgarlínu neðanjarðar með metró-kerfi eða jafnvel hvorutveggja. Erlendis, til dæmis í Þýskalandi, liggja hraðbrautirnar umhverfis borgirnar, en ekki í gegnum umferðahnúta borganna. Höfuðborgarsvæðið er afkróað með öllum sínum nesum. Tengja má það með hringveg sem liggur mili voga og eyja. Þar sem byggð er fyrir, má leggja þennan hringveg neðanjarðar.

Kerfisbundin áætlun

Nú er kerfisbundið unnið að því að láta þessar skýjaborgir um borgarlínuna rætast. Það er til dæmis gert með þéttingu byggðar og byggingu íbúða á dýrustu svæðum borgarinnar. Aðrir hagkvæmir byggingakostir í útjaðri borgarinnar eru um leið hunsaðir.  Þrengt er markviss að umferðagötum með þrengingum, gönguljósum eða hraðahindranir. Allar ábendingar um umferðateppur eru hunsaðar með þögninni. 

Hjólreiðamaðurinn verður heilög kú í augum borgaryfirvalda og allt gert til að greiða götur hans á meðan göturnar eru látnar grotna. Flugvöllurinn skal í burtu með góðu eða illu.  Hann á greinilega að fara með illu, því að þrengt er markviss að honum með lagningu íbúabyggðar á kostnað neyðarbrautar.

Að lokum má skoða hér nokkar hugmyndir um umbætur á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem meðal annars Sjálfstæðismenn og aðrir hafa komið með.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR