Þýskir fálkaeggjaþjófar gripnir– Annar þeirra náði að flýja land

Þýzk hjón voru  handtekin að kvöldi 30. apríl í Gilsfirði í Barðastrandasýslu fyrir eggjaþjófnað. Voru þau með 8 fálkaegg í fórum sínu, sem stolið var úr hreiðrum á Fellsströnd í Dölum. Náðust hjónin eftir mikinn eltingarleik. Eggjum var stolið líka úr fimm fálkahreiðrum í Þingeyjasýslum og féll grunur á hjónin, en þau egg fundust ekki. Þann 23. maí voru hjónin dæmd í Sakadómi Reykjavíkur í samtals hálfrar milljónar kr. sekt, maðurinn í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi og konan í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Konan setti tryggingu fyrir greiðslu sektar, en maðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Síðar um sumarið tókst honum að flýja land með þýzku leiguskipi. Myndin er af fálkaeggjunum í vörzlu Skarphéðins Njálssonar, aðstoðarlögregluvarðstjóra í Reykjavík. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR