Þvinguð orðræða vinstri manna

Margir lesendur þessarar greinar kannast ekki við samhengi þessara tveggja orða.  Það er erfitt að finna réttu íslensku hugtökin fyrir þetta fyrirbrigði en á ensku er talað um ,,compelled speech“ en hér er þetta þýtt sem þvinguð orðræða þar til annað betra finnst. 

Umræða um þvingaða orðræðu er engin á Íslandi eða það lítil, að ekki ber á henni opinberlega hjá fjölmiðlum landsins. En hvað er þvinguð orðræða?  Hún er ákveðin miðlun tjáningar (oftast í orði) sem er krafist samkvæmt lögum. Svipað lagahugtak er vernduð ræða (protected speech). Í Bandaríkjunum nær fyrsta og fimmta breytingin á stjórnarskránni yfir þetta hugtak. Á sama hátt og fyrsta breytingin verndar frjálsa tjáningu, verndar hún í mörgum tilfellum á sama hátt einstaklinginn frá því að þurfa að mæla eða á annan hátt tjá hugsun sem hann er ósammála.

Í grundvallaratriðum skyldar þvinguð orðræða einstaklinga til að tjá sig á ákveðinn hátt um ákveðna hópa eða málefni ellegar eiga hættu á að brjóta lög. Þetta hljómar sakleysislegt á yfirborðinu en varðar grundvöll málfrelsins og tjáningarrétt einstaklingsins.  

Umræðan um þvingaða orðræðu hefur risið hátt í mörgum löndum og einna hæst í Kanada, þar kom mál upp á yfirborðið og vakti heimsathygli en það er lagafrumvarpið C-16 svo kallaða. Það virtist ætla að fara auðveldlega í gegnum ferla kanadíska sambandsþingsins eða þar til klíníski sálfræðingurinn Jordan Peterson reis upp og mótmælti hástöfum nýja lagafrumvarpið. Hann notaði þetta hugtak, þvinguð orðræða, til að lýsa lögunum sem bætti við brot á ,,kynjasjálfsmynd eða tjáningu“ sem einn af grundvöllum mismununar samkvæmt kanadísku mannréttindalögum.

Jordan Peterson hélt því fram að frumvarpið myndi greiða leið fyrir að hægt væri að fangelsa eða sekta hann og aðra sömu skoðunar, ef hann neitaði að ræða við nemendur sína samkvæmt valið kynjafornafn viðkomandi einstaklings. Sumir lagasérfræðingar, ekki allir samt, hafa véfengt túlkun Jordan Peterson og sagt að lögin myndu ekki glæpavæða það að nota ekki valið fornafn (sem transfólk krefst að það sé ávarpað með). Málið endaði með því að lögin voru samþykkt og eru þau nú í gildi í Kanada.

Ástæðan fyrir þessa grein um þvingaða orðræðu, er ekki þetta mál í Kanada, heldur er hér verið að ræða tjáningarfrelsið almenn og hömlur á því. Málið snýst um að einstaklingur fái að tjá sig frjálslega og noti þau hugtök sem honum þóknast án þess að ríkisvaldið þvingi með lögum og refsingu einstaklinginn til að hugsa og tjá sig samkvæmt einhverjum kennisetningum hvers tíma. Er þetta ekki einkenni alræðisríkja, að einoka orðræðuna og skylda einstaklinginn til að tjá sig á ákveðinn hátt? Er þetta ekki lævíslegasta árásin á tjáningafrelsið sem um getur?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR