Björgunarsveitir standa í dag frammi fyrir því að sótt er að flugeldasölu þeirra vegna mengunar. Ef til vill ættu þær að skoða betur að gera vélsleðastökk að árlegum viðburði til tekjuöflunar? En þessi frétt er frá 1979.
„Vélsleðakeppni fór fram á Sandskeiði 1. apríl 1979 og jafnfram fór fram sýning á vélsleðum til ágóða fyrir björgunarsveitir. Bandarískur maður, Scott Eilertson, sýndi listir sínar á vélsleða. Eitt sýningaratriðið var tilraun til að stökkva á sleðum yfir 6 bíla, sem stóðu hlið við hlið. tókst Eilertson það auðveldlega eins og myndin sýnir.“