Mengun í Ruhrhéraðinu

Iðnaðarhéraðið Ruhr í Evrópu, átti í janúar 1979 fremur við erfiðleika að stríða vegna mengunar umhverfisins en af efnahaglegum orsökum. Í fyrsta sinn í sögunni varð að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftmengunar. 0.8 milligrömm af brennisteinsdíoxíði mældust í hverjum rúmmetra af andrúmslofti. Verst var loftið í borgunum Duisburg, Bottrop og Oberhausen (að ofan). Athuganir sem gerðar voru í útjöðrum Ruhrhéraðs sýndu að mjög mörg börn þjáðust af stöðugu lungnakvefi. Þeir sem áttu við hjarta-og æðasjúkdóma að stríða voru í sérstakri hættu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR