Lifðu af tvö flugslys

Það liðu ekki margar klukkustundir þegar fólk sem hafði lent í flugslysi á Mosfellsheiði lenti í öðru slysi árið 1979. 

Slasaðir úr fyrra flugslysinu ferjaðir um borð í þyrlu varnaliðsins

Í árbók segir um þennan atburð:

„Ellefu manns slösuðust í tveimur flugslysum sem urðu á Mosfellsheiði með fárra klukkustunda millibili 18. desember. Fyrra slysið varð kl. 15.20 er flugvél af Cessna-gerð fórst. Um borð voru franskur flugmaður, Nýsjálendingur og 2 finnskar stúlkur.  Þrjú þau síðastnefndu slösuðust mikið. Björgunarþyrla frá varnarliðinu fór á staðinn og flutti Nýsjálendinginn til Reykjavíkur. Tók hún 2 lækna og fór aftur á slysstað. Um kl. 19.13 lagði hún af stað með sjúklingana þrjá, læknana 2 og 5 manna áhöfn. Hrapaði þyrlan þá úr ca. 200 metra hæð. Slösuðust allir um borð, en misjafnlega mikið. Það varð þeim til lífs að eldur kom ekki upp í flakinu. Mikill snjór var og erfiðleikar við að flytja sjúklingana til borgarinnar. Síðasti sjúklingurinn komst í sjúkrahús skömmu fyrir miðnætti. Björgunaraðgerðirnar mættu talsverðri gagnrýni. Er þyrlan hrapaði voru björgunarmenn enn á slysstaðnum hjá Cessnu-vélinni og horfðu á þyrluna steypast til jarðar. Hlupu þeir þegar á staðinn og einn björgunarmanna, Skúli Karlsson, var síðar heiðraður fyrir að hafa tekið aðalrafmagnsrofa þyrlunnar úr sambandi, en það er talið hafa komið í veg fyrir sprengingu í flakinu.“

Búið að bjarga fólki úr þyrlunni eftir að hún hrapaði í seinna flugslysinu

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR