Landsréttarmálið á ábyrgð Viðreisnar?

Nú stendur fyrir dyrum að taka Landsréttarmálið fyrir hjá erlendum dómstól, eins undarlegt og það má nú vera. Fram hefur komið að Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra óskaði eftir að fá að vera aðili að málinu hjá Mannréttindadómstólnum en fékk ekki.

Málið hafði þær afleiðingar að Sigríður féll í ónáð hjá formanni Sjálfstæðisflokksins sem hafði þó sagt á fundi í Valhöll með flokksmönnum að Sigríður ætti endurkomu í ríkisstjórn en það virðist hafa verið fullyrðing til þess eins að friða óánægða flokksmenn sem skilja ekki hvernig þetta mál sé til komið af hennar völdum. 

Viðreisn sendi málið til baka vegna kynjahalla

Það er vert að rifja upp að það voru þingmenn Viðreisnar sem sendu málið til baka til ráðherra þegar þeir voru í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Björt framtíð sem á endanum sprengdi ríkisstjórnina og að sögn gárungana, eftir skype fund og einn öllarra. Björt framtíð hafði áður boðað gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð í stjórnmálum en vinnubrögð Bjartrar framtíðar vöktu upp svo mikla klígju hjá kjósendum að þeir kusu flokkinn út af þingi. Vinnulag hæfnisnefndarinnar var líka gagnrýnt þar sem nefndin tók sér það vald að flokka niður þá sem nefndin tali hæfasta til að gegna dómarastarfinu og númeraði þá frá 1 til 15. Nðurstaðan varð kynjahalli sem Viðreisn sætti sig ekki við og rak listann aftur til Sigríðar. Eftir á sögðu svo þingmenn Viðreisnar að ráðherrann hafi notað tækifærið og meðal annars sett eiginkonu Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á listann. 

Sem sagt Viðreisn sætti sig ekki við fyrri listann vegna kynjahalla en sakaði svo ráðherrann um spillingu þegar hún setti konu á listann vegna þess að hún var eiginkona þingmanns sem þeim var illa við.

Hver er svo ábyrgð Alþingis?

Ráðherrann gerði  breytinar á listanum, sem henni var heimilt samkvæt lögum að gera og fór svo að lögum með því að leggja listann fyrir Alþingi. Sem samþykkti hann. Viðreisnarþingmenn notuðu ekki tækifærið til að gera tillögu um að þingið myndi kjósa um hvern og einn í embættið. Því fór sem fór og Viðreisn hóf þegar í stað árás á ráðherrann fyrir að hafa krukkað í listann að þeirra kröfu sem setti dómskerfið í uppnám.

„Það vorum við sem rákum ráðhera til baka með fyrri listann“

Hanna Kartírn Friðriksson þingmaður Viðreisnar sagði opinberlega að það hefðu verið þingmenn Viðreisnar sem ráku ráðherrann til baka með fyrri listann. Það er svo seinni listinn sem uppnáminu veldur.

 „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum i gegn,“ sagði hún. Af þessu hlítur að mega álykta að Viðreins er guðfaðir seinni listans? En þegar lætin byrjuðu vegna hans hljóp Viðreins í felur og vildi ekki kannast við krógann.

Viðreisn er að mörgum álitinn spilltur flokkur, málsvari ríka fólksins og stærri atvinnurekenda enda er í þeirra röðum fólk sem áður var á launaskrá Samtaka atvinnulífsins. Allir þekkja sögu núverandi og fyrrverandi formanna flokksins. Núverandi formaður hefur oft verið nefnd „kúlulána drottningin“ eftir að umfjöllun fjömiðla leiddi í ljós hvernig stórar fjárhæðir voru afskrifaðar eftir hrun vegna lána sem hún og eiginmaður hennar tóku fyrir hrunið.

Að þessu sögðu mætti spyrja hvort formaður Viðreisnar, „kúlulánadrottningin“ ætti ekki frekar að óska eftir aðild að Landsréttarmálinu frekar en Sigríður Andersen? Það var jú flokkur „kúlulána drottningarinnar, Viðreisn, sem heimtaði lista númer tvö og gerði engar athugasemdir við hann þegar hann var borinn undir Alþingi?

Í nafni kynjajafnréttis, á kostnað konunnar Sigríðar Andersen. Einhverjir myndu nú kalla þetta stjórnmálaklæki og örugglega ekki í síðasta skipti sem svoleiðis á eftir að koma úr ranni Viðreisnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR