Enn á ný fær góða fólkið taugaáfall. Reyndar er góða fólkið alltaf í taugaáfalli á Íslandi. Síðast fékk það nett taugaáfall þegar Pia Kjærsgaard kom hingað til lands sem fulltrúi danska þingsins og hélt ræðu á Þingvöllum í tilefni afmælis fullveldis Íslands.
Þá varð fyrrum hælisleitenda lögfræðingnum Helgu Völu Helgadóttir og þingmanni Samfylkingarinnar svo brátt í brók af hugaræsingi og hugsjón að hún sá sig tilneydda til að standa upp og labba sorgmædd út af hátíðarsvæðinu undir ræðu konu sem danska þingið kaus sem sinn þingforseta og sendi sem sinn fulltrúa hingað á afmælishátíðina.
En sósíalistar eru mjög góðir leikarar og ef til vill var Helga Vala ekkert svo sorgmædd þegar hún labbaði út af svæðinu en kímdi í barminn af gleði yfir athyglinni sem hún hélt að hún fengi út á að niðurlægja íslensku þjóðina frammi fyrir myndavélum. Þannig er bara góða fólkið.
Það kom í ljós eftir hátíðarfundinn að Píratar höfðu ekki mætt. Þeir sögðust ekki hafa mætt út af Piu en mörgum grunaði að þeir hefðu einfaldlega bara dottið í það um morguninn og ekki nennt að mæta. Kæmi ekki á óvart.
Athyglissjúkt og alltaf í taugaáfalli. Það bara elskar að sýna sig frammi fyrir myndavélum eða í öðrum fjölmiðlum og segjast vera fórnarlamb eða í taugaáfalli. Og fjölmiðlarnir elska að spinna fórnarlamba hlutverkið eða taugaáfallið upp, því stærstu fjölmiðlar landsins eru í eigu vinstrimanna sem voru einu sinni hippar sem fordæmdu kapítalisma en eru nú húkt á kapítalinu. Sjáið bara Fréttablaðið! Frásagnir af fórnarlömbum og taugaáföllum selja auglýsingar.
En hvað veldur ógleði góða fólksins núna? Það eru fréttir af rúmenskum glæpamönnum sem hafa komist til landsins undir því yfirskyni að þeir væru ferðamenn. Lögreglan gerði þau ófyrirgefanlegu mistök, að svara fréttamanni RÚV (sem spurði) og segja frá því að menn sem komu hingað til lands í glæpsamlegum tilgangi og voru staðnir að þjófnaði væru frá Rúmeníu og Albaníu.
Og væru smitaðir af COVID.
Ekki bætti um að það er vitað að lögreglan heldur uppi landamæraeftirliti í bíl sem sérhannaður er fyrir slíkt og blessaður af ESB en ekki af góða fólkinu. Það er nefnilega rasismi að lögreglan keyri um á bíl merktum ESB og stoppi fólk sem greinilega eru ferðamenn eða ekki og biðji fólkið um skilríki.
Nú er vitað að erlend glæpasamtök hafa komið sér fyrir á Íslandi í skjóli Schengen og EES – en að sporna við því er eitur í beinum góða fólksins enda eiga landamæri að vera opin og glæpamenn eiga að fá að vera glæpamenn hvar sem þeir vilja. Það er í anda alþjóðahyggjunnar og ný marxista. Að ekki sé talað um alþjóðlegu hryðjuverkasamtökin NO BORDERS.
Það er nefnilega „kerfisbundin rasismi“ að hafa uppá erlendum glæpamönnum af því að þeir eru erlendir. „Reyndar er það alveg hellað…“ eins og einn sem kallar sig Jóhann Páll kemst að orði í athugasemdum um frétt visir.is um málið. Það má alls ekki draga glæpamenn í dilka eftir þjóðerni að hans áliti.
Svo er vitnað í „alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar“ sem Ísland hefur undirgengist . Svo vitnar Jóhann Páll auðvitað í frétt á vef RÚV!
Það er skoðun ritstjórnar að næstu ár verða ár – öfga ný marxista – sem eru hinn endinn á fasisma og nasisma.
Þar verður engum hlíft, hvorki íslenskum eða erlendum, enda helgar tilgangurinn meðalið. Jafnvel þótt góða fólk framtíðarinnar verði að nota „kerfisbundin rasisma“ til að koma á jafnrétti og félagshyggju í anda alþjóðahyggju.