Er Viðreisn að klofna?

Hvað gengur á innan Viðreisnar? Ætlaði Þorgerður að stela flokknum frá stofnandanum?

Fróðlegt hefur verið að fylgjast með nýjustu hræringum í auðkýfingaflokknum sem kallast Viðreisn. Stofnandi og fyrrverandi formaður flokksins hefur lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram á vegum flokksins í næstu kosningum og ætli sér að vera í oddvitasæti. Til þess að komast í oddvitasæti þarf hann væntanlega að ryðja einhverjum oddvitanum úr sæti sínu? Nema að plottað hafi verið á bak við tjöldin að einhver oddvitinn ætli sér að víkja fyrir Benedikt.

Viðtöl hafa verið við fyrrum formann og núverandi formann sem bæði fara undan í flæmingi þegar spurt er hvort uppgjör sé í vændum í flokknum. Benedikt sagði brosandi að það væru flokksmenn en ekki stofnanir flokksins sem réðu því hvort hann færi aftur í framboð sem oddviti. Kúlulánadrottningin, núverandi formaður flokksins (en dagar hennar eru sennilega að verða taldir í því embætti), sagði með tvíræðum svip að engin ætti neitt í flokknum, hvað sem það þýðir. En tal þeirra beggja ber vitni um mikla spennu. Kannski hefur skyndilegt brotthvarf Þorsteins Víglundssonar tengst innanflokkserjum sem ekki hafa farið hátt.

Hann hefur séð að veður væru að verða válynd innan flokksins og stutt í bræðravíg?

Því hafi hann ákveðið að hafa samband við gömlu klíkuna hjá samtökum atvinnulífsins og hverfa á vit þeirra í þægilegt og vel borgað starf.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR