Á listahátíð 1980 var japanskur listamaður fengin til að fremja gjörning sem mæltist misjafnlega fyrir. Gjörningurinn var sá að dansa nakinn fyrir áhorfendur með tillann vafinn í sárabindi. Sumir fjölmiðlar sýndu þessu atriði lítinn skilning og kölluðu hann „tippalingin frá Japan.“ Gagnrýnt var að fyrir það sem kostaði að fá manninn frá Japan og sýna á sér tillann vafinn í sárabindi hér á landi hefði verið hægt að fá einhverjar frægar popp hljómsveitir til að troða upp. Listamaðurinn fékk leyfi til að fremja gjörninginn í Austurstræti fyrir framan börn og fullorðna.
Sigmund sá þetta með sínum augum eins og eftirfarandi teikning sýnir. Maðurinn á að standa fyrir framan formann listahátíðar og bjóða fram þjónustu sína.