Boðað til stórráðstefnu af smáum félögum í Ráðhúsinu

Blásið er til metnaðarfullrar ráðstefnu í Ráðhúsinu þann 23. febrúar, sem er sunnudagur. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Það sem sameinar okkur á leið til betra samfélags fyrir alla.“ Að ráðstefnunni standa 29 félög og grasrótarsamtök.  Í tilkynningu á fébókinni segir að öllum þátttakendum verði gefinn kostur á að tjá hugmyndir sínar og tillögur um yfirskrift málþingsins á litla gula miða fyrir eins konar hugmyndabanka.

Fyrir misskilning gagnrýndi ritstjórn skinna.is í pistli, Pírata, fyrir að standa að ráðstefnunni á sama tíma og þeir sem aðilar að borgarstjórnarmeirihlutanum væru að níðast á láglauna fólki sem vinnur á leikskólunum samkvæmt yfirlýsingu formanns Eflingar í Kastljósi. 

Það leiðréttist hér með og er Stefáni Pálssyni sagnfræðingi þakkað fyrir ábendinguna. Ritstjórn getur ekki staðist freistinguna eftir yfirferð á þessum lista en að segja að það er ansi mikil vinstrislagsíða á þessari samkomu. 

Ritstjórn getur tekið undir með formanni Eflingar að laun leikskólakennara ættu að vera hærri en það er rangt hjá ritstjórn að það séu bara Píratar sem boði til ráðstefnunnar. Reyndar mun Efling vera þátttakandi í ráðstefnunni líka.

Það leiðréttist hér með og er Stefáni Pálssyni sagnfræðingi þakkað fyrir ábendinguna. Ritstjórn getur ekki staðist freistinguna eftir yfirferð á þessum lista en að segja að það er ansi mikil vinstrislagsíða á þessari samkomu. 

Þau samtök sem standa að ráðstefnunni eru þessi:

Alda, félag um lýðræði og sjálfbærni, Alþýðufylkingin, Ananda Marga, Ásatrúarfélagið, Auðlindir í almannaþágu, BIEN Ísland (Basic Income Earth Network), Boðskapur Silo, DíaMat, félag um díalektíska efnishyggju, Efling, Húmanistaflokkurinn, Íslandsdeild Wellbeing Economy Alliance (WEALL), Jæja hópurinn, Landvernd, Lifandi samfélag, Múltí Kúltí, PEPP, samtök fólks í fátækt, Píratar, Raddir fólksins. Samhljómur menningarheima, Samstarfshópur friðarhreyfinga um kjarnorkuvopnabann SÞ, Samtök hernaðarandstæðinga, Samtök leigjenda á Íslandi, SGI Búddistar, Sósíalistaflokkur Íslands, Stjórnarskrárfélagið, Umhyggjurík samskipti, Vinir lífsins, Vistræktarfélag Íslands, Öryrkjabandalag Íslands. 
Dagskrá málþingsins:
1. Fyrir hádegið: Framsögumenn tjá sig í tvær mínútur fyrir hönd sinna samtaka um yfirskrift málþingsins.
2. Eftir hádegishlé: Þátttakendum (framsögumenn meðtaldir) raðað í umræðuhópa til að ræða framsöguerindin og yfirskrift málþingsins.
3. Talsmenn hópa gera grein fyrir niðurstöðum umræðna.
4. Öllum þátttakendum gefinn kostur á að tjá hugmyndir sínar og tillögur um yfirskrift málþingsins
á litla gula miða fyrir einskonar hugmyndabanka.
Gerð verður skýrsla um niðurstöður sem send verður öllum þeim samtökum sem taka þátt í málþinginu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR