Flestir á þessari jarðakringlu kannast við ofangreint nafn og mann og sitt sýnist hverjum um ágæti þessa hans. Hann er bæði elskaður og hataður af jafn miklum ákafa og alls staðar hefur hann áhrif. ,,Óvinsælli en „viðrinið Donald Trump“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG um fráfarandi ríkisstjórn Bjarna Benedikssonar og er þetta mesta skammaryrði sem íslenskir vinstri menn geta sagt um andstæðinga sína, að líkja þeim við þennan mann sem þó á líklega einhverjar rætur að rekja til sameiginlegra forfeðra á bresku eyjunum og Íslendingar. En byrjum á byrjunni. Hver er þessi maður sem er vinsælasta fjölmiðlaefni heimsins?
Trump er skoskur í móðurætt og þýskur í föðurætt. Bróðir hans lést úr krabbameini fyrir aldur fram. Forfeður Trumps í föðurleggnum komu frá þýsku þorpinu Kallstadt, Pfalz og frá Outer Hebrides eyjunum í Skotlandi í móðurlegg. Allir forfeður hans, og móðir hans, fæddust í Evrópu. Móðurafi hans var einnig skírður ,,Donald”. Hann er fæddur 14. júní 1946 í New York og skírður Donald John Trump. Faðir hans heitir Fred Trump, sem var fasteignahöldur, og móðir hans er Mary (Macleod) Trump.
Donald Trump er þrígiftur. Fyrsta eiginkona hans er Ivana (Zelnicek) Trump (1977-1990) og eignaðist hann með henni soninn Donald Jr 1977, dóttirina Ivanka 1981 og soninn Eric árið 1984. Önnur í röðinni er Marla (Maples) Trump, gift frá 1993 til1999. Með henni eignaðist hann dóttirina Tiffany árið 1993. Núverandi eiginkona er Melania (Knauss) Trump og hafa þau verið saman frá 2005 til dagsins í dag. Hann á eitt barn með henni, sem er sonurinn Baron, fæddur 2006. Trump er mótmælendatrúar (presbyterian).
Trump er vel menntaður. Hann gekk í háskólann Attended Fordham University; einnig í University of Pennsylvania og Wharton School of Finance. Hann er með BS-gráðu í hagfræði sem hann fékk árið 1968. Þegar Trump varð þjóðþekktur í Bandaríkjunum og breyttist úr fasteignahöldi í sjónvarpsstjörnu, ákvað hann að gera nafn sitt að vörumerki. Alls konar vörur, svo sem steikur, leikir, vodka, húsgögn og karlmannsföt, svo eitthvað sé nefnt, bera nafn hans.
Hann lítur á sjálfan sig sem kamelljón og hefur birst í bíómyndum eins og ,,Zoolander“, ,,Sex and the City“ og ,,Home alone 2: Lost in New York.“ Slagorð Trumps er ,,Make America Great Again” eða gerum Bandaríkin aftur stórkostleg, koma frá Ronald Reagan er hann bauð sig fram gegn Jimmy Carter Bandaríkjaforseta en Reagan er átrúnaðargoð hans.
Hér á eftir er stiklað á stóru og í staðreyndaformi til að gefa yfirlit yfir litríkan feril hans.
Tímalína:
Áttundi áratugurinn – eftir háskólanám, hefur hans störf með föður sínum við byggingu stórhýsa í Queens og Brooklyn í New York.
1973 – Fred og Donald Trump eru nefndir í skjölum dómstóls dómsmálaráðuneytisins vegna þess að eignarstjórar Trumps brutu í bága við lagaákvæði um lagalegan rétt svertingja til húsnæðis með því að úthýsa þeim úr húsnæði í eigu fyrirtækis þeirra.Trumpsfeðgar neita öllum ásökunum um að fyrirtækið mismuni fólki og koma með gagnlögsókn og kröfðust 100 milljónir dollara; málið var síðar vísað frá. Málið er leyst árið endanlega árið 1975 og Trumpsfeðgar samþykkja að láta í té vikulegan lista yfir laust húsnæði fyrir samtök svartra.
1976 –Trump og faðir hans gerast hluthafar í Hyatt Corporation, og kaupa Commodore Hotel, sem er gömul eign í Manhattan. Húsið er endurbyggt og opnar á ný fjórum árum síðar undir heitinu Grand Hyatt Hotel. Byggingaverkefnið kemur fótunum undir feril Trumps sem framkvæmdarmógull á Manhattan.
1983-1990 – byggir og kaupir margar eigur í New York borg, þar á meðal Trump turninn og Plaza hótel. Hann opnar einnig spilavíti í Atlanta borg, New Jersey, þar á meðal Trump Taj Mahal og Trump Plaza. Hann kaupir fótbotlaliðið New Jersey General,, sem hluti af United States Football League, en það leggur upp laupana eftir þrjú tímabil.
1985 – Trump kaupir Mar-a-Lago, sem er eign við sjávarsíðuna í Palm Beach, Florída. Það er tekið í gegn og opnar sem einkaklúbbur árið 1995.
1987 – Fyrsta bókin um Trumps, “Trump: The Art of the Deal,” er gefin út og verður metsölubók. Stofnun Donalds Trumps (The Donald J. Trump Foundation) er komið á fót í því skyni að koma hluta af hagnaðinum í góðgerðarmál.
1990 – Með nærri $1 miljarð í persónulegar skuldir, gerðir Trump samkomulag við banka sem gerir honum kleift að komast hjá því að verða úrskurðaður gjaldþrota.
1991 – Eignarhaldsfélagið um The Trump Taj Mahal sækir um vernd gegn því að verða lýst gjaldþrota.
1992 – Trump Plaza ogTrump Castle spilavítin óska eftir gjaldþrotaskipta.
1996 – Kaupir og verður framkvæmdarstjóri Ungfrú alheimur (Miss Universe) Ungfrú Bandaríkin ( Miss USA) og Ungfrú unglingsstúlka Bandaríkjanna ( Miss Teen USA).
7. október, 1999 – Segist í sjónvarpsviðtali hjá Larry King að hann ætlar að mynda forsetakosninganefnd og skorar Pat Buchanan á hólm.
14. febrúar, 2000 – Segist hafa horfið frá forsetaframboð sitt og kennir um deilur við Reform Party eða umbótaflokkinn sem hann var hluti af.
Janúar 2004 – “The Apprentice” eða áskorandinn byrjar, sem er raunveruleikaþáttaröð á NBC og n.k. áskorunarleikur sem byggir á að þátttakendur keppa innbyrðis í viðskiptakeppni og um hylli Trumps sjálfs sem verðandi starfsmenn hans.
21. nóvember, 2004 – Trump Hotels & Casino Resorts Inc. sækir um vernd eða frestun á gjaldþroti.
2005 – Kemur á fót Trump University, sem er með námskeið um eignafjárfestingar.
13. febrúar, 2009 – tilkynnir um afsögn sína sem formaður Trump Entertainment Resorts. Nokkrum dögum seinna sækir fyrirtækið um gjaldþrotavernd.
March 17, 2011 – Í viðtali í þættinum Good Morning America á ABC, dregur Trump í efa að Barack Obama Bandaríkjaforseti sé í raun fæddur í Bandaríkjunum.
16. júní, 2015 – Í ræðu sem hann hélt í Trump-turni, tilkynnir hann forsetaframboð sitt.
28. júní, 2015 – Sagðist hann vera hættur með sjónvarpsþáttaröðina ,,The Apprentice” vegna framboð sitt til forsetaembættis Bandaríkjanna.
29. júní, 2015 – NBC tilkynnir að sjónvarpsstöðin slíti öll viðskiptatengsl sín við Trump og hætti að sjónvarpa Miss USA and Miss Universe pageants vegna ,,…niðrandi ummæla Donalds Trumps í garð innflytjenda.” Þetta gerðist tveimur vikum eftir lýsingu Trumps á mexíkóskra innflytjenda þar sem hann kallar suma þeirra nauðgara og glæpamenn og þeir hafi aukið glæpatíðina í Bandaríkjunum.
8. júlí, 2015, í sjónvarpsviðtali við Anderson Cooper á CNN, viðurkennir Trump að hann geti ekki ábyrgst að allir starfsmenn hans í Bandaríkjunum hafi lagalegan rétt til dvalar í landinu. Þetta eru viðbrögð við frétt Washington Post um óskráða innflytjendur sem vinna við Old Post Office Pavilion byggingaverkefnið í Washington en hann var að láta breytta byggingunni í hótel.
15. júlí 2015, Trump framboðið tilkynnir að virði eigna hans sé yfir 10 milljarða banaríkjadollara og bókhald hans hafi verið birt kosninganefnd alríkisstjórnarinnar (Federal Election Commission).
22. júlí, 2015 – Fjárhagsstöðuskýrsla Donalds Trumps er birt opinberlega af kosninganefnd alríkisstjórnarinnar.
6. ágúst, 2015, Í fyrstu kappræðu repúblikana 2016, er Trump spurður um viðhorf hans til framboð óháðs aðila, viðhorf hans gagnvart konum og forsögu hans um hafa lagt til fé til framboðs stjórnmálamanna demókrataflokksins. Hann segir stjórnanda Megyn Kelly frá Fox News að hann telji sig vera misskildur.
7. ágúst 2015, deilur hans við Kelly halda áfram þegar hann segir að Kelly sé að reyna ná sér niður á honum og hélt því fram að ,,…þú getur séð blóð koma úr augum hennar og hvar sem er.“
11. september, 2015, tilkynnir Trump í fjölmiðlum að hann hafi keypt hluta NBC í Ungfrú alheimssamtökin (Miss Universe Organization) sem eru samtökin sem skipuleggja fegurðarsamkeppnirnar ungfrú Bandaríkin (Miss USA) og ungfrú alheimur (Miss Universe).
7. desember, 2015, framboð Trumps krefst þessi í fjölmiðlayfirlýsing að loka ,,…algjörlega á komu múslima til Bandaríkjanna þar til stjórnendur landsins geti fundið út hvað sé í gangi með þá.“ Þar er hann að vísa til hryðjuverkahættunni af þeim.
29. mars, 2016, framkvæmdarstjóri framboðs Trumps, Corey Lewandowski, er handtekinn og ákærður. Tveimur vikum síðar tilkynnir David Aronberg ríkissaksóknari að hann muni ekki lögsækja Lewandowski.
26. maí, 2016 – Tryggir sér nægan fjölda fulltrúa ti að geta fengið útnefndinu til framboðs á vegum Repúblikana.
16. júlí, 2016, tilkynnir Trump formlega að hann muni bjóða sig til forsetaembættis með ríkisstjóra Indiana, Mike Pence, sem varaforseta sinni.
19. júlí, 2016, Trump verður útnefndur sem frambjóðandi Rebúblikanaflokksins.
13. september, 2016, í sjónvarpsviðtali hjá Jake Tapper á CNN, tilkynnir ríkissaksóknarinn Eric Schneiderman að embættið hans sé að að rannsaka góðgerðasamtök Donalds Trumps, ,,…til að vera viss um að þau starfi samkvæmt lögum um góðgerðarmál í New York.“
1. október, 2016, New York Times birtir frétt um að Trump hafi lýst yfir $ 916.000.000 tapi árið 1995 sem gæti hafa gert honum löglega kleift að sleppa við að greiða alríkistekjuskattar í mörg ár. Fréttin er byggð á fjárhagsskjali sem er sent á blaðið af nafnlausum heimildamanni.
7. október, 2016 – Óbirt myndefni frá 2005 er gert opinbert, þar sem Trump talar um að reyna að eiga kynlíf með giftri konu og vera fær um að grípa í kynfæri kvenna án afleiðinga. Í myndefni frá Washington Post heyrist að Trump sem er ekki í mynd fjalla dónalega um konur. Trump birtir skömmu síðar afsökunarbeiðni, ,,Ég sagði það, ég hafði rangt fyrir mér og ég biðst afsökunar.”
9. október, 2016, Í seinni kappræðum forsetaframbjóðenda, spyr Anderson Cooper frá CNN Trump um tals hans um að grípa í kynfæri kvenna og kyssa án samþykkist þeirra. Trump neitar að hann hafi nokkru sinni viðhaft slíkri hegðun og staðhæfir að þessi ummæli sín hafi verið ,,búningsherbergishjal“. Eftir kappræðurnar, stíga 11 konur fram og halda því fram að hann hafi áreitt þær kynferðislega eða ráðist á. Trump vísar því á bug og segir að þetta sé ósatt.
8. nóvember, 2016. Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Trump verður fyrstur Bandaríkjaforseta sem aldrei hefur gegnt opinberu embætti, hvorki hjá stjórnsýslunni né hjá Bandaríkjaher.
18. nóvember, 2016. Trump samþykkir að greiða $25 milljónir í sátt til að útkljá þrjár málshöfðanir gegn Trump University eða Trumpháskóla. Samningurinn tryggir að forsetaefnið þarf ekki að bera vitni í réttarhöldum í San Diego sem áttu að hefjast 28. nóvember. Uppgjörið lýkur málinu sem upphaflega var lagt fram af alríkissaksóknaranum í New York, Eric Schneiderman, auk tveggja annarra í Kaliforníu. Um mál 6.000 fyrrverandi nemenda falla undir uppgjörið. Fórnarlömbin fá að minnsta kosti helming af peningunum sínum til baka.
24. desember, 2016. Trump lofar að leysa upp stofnun Donalds J. Trumps (Donald J. Trump Foundation), ,,…til að koma í veg fyrir að eitthvað sé í andstöðu við hlutverk mitt sem forseti.“ Talsmaður skrifstofu ríkissaksóknarans í New York segir að stofnunin geti ekki lokað lagalega, a.m.k. ekki fyrr en rannsóknaraðilar gera rannsakað umfang góðagerðastarfseminnar til fullnustu.
20. janúar, 2017. Trump sver embættiseið til embættis forseta Bandaríkjanna. Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sver hann inn í embættið við hátíðlega athöfn við þinghúsið. Hann flytur síðan vígsluræðu sem snýst um þau stefnumál sem hann lagði áherslu á í forsetaframboði sínu.
27. janúar, 2017 – Trump skrifar undir forsetatilskipun gegn komu allra flóttamanna í 120 daga og ferðabann á sjö múslimaríki til Bandaríkjanna í 90 daga. Að auki er flóttamenn frá Sýrlandi útilokaðir ótímabundið frá inngöngu í Bandaríkin. Málið er strax dregið fyrir dómstóla.
3. febrúar, 2017. Alríkisdómari í Washington hindrar setningu ferðabannsins um land allt með úrskurði sínum.
9. febrúar, 2017 – pallborðsnefnd þriggja dómara hjá níunda áfrýunardómstólnum (Ninth Circuit Court of Appeals) úrskurðar gegn áformum ríkisstjórnar Trumps um aflyftingu dóms alríkisdómarans.
28. febrúar, 2017 – Trump útnefnir Neil Gorsuch í stað Antonin Scalia sem hæstarréttardómara hjá Hæstarétti Bandaríkjanna.
4. mars, 2017 – Trump ásakar á Twitter, án þess að leggja fram sannanir, um að fyrirrennari hans, Barack Obaman hafi látið hlera síma hans í Trump-turni í undanfara kosninganna 2016. ,,Hræðilegt, var að uppgötva að Obama hefur látið hlera símalínur mínar í Trump-turni rétt fyrir sigurinn. Ekkert fannst. Þetta er McCarthyismi!“
6. mars, 2017 – Trump skrifar undir nýja útgáfu af forsetatilskipun sem bannar innflutning frá sex múslimaríkjum, Írak er ekki lengur með á lista bannaðra ríkja og ákvæðið um að hindra sýrlenska flóttamenn ótímabundið inngöngu er fjarlægt. Daginn eftir leggja dómsaðilar í Hawaii fram alríkismálsókn sem véfengir nýja bannið.
15. mars, 2017 – Alríkisdómari í Hawaii gefur út bannfyrirmæli sem hindrar hið nýja ferðabann og stöðvar flóttamannaverkefnið á landsvísu nokkrar klukkustundir áður en það átti að taka gildi. Hann segir það vera í grundvallaratriðum gallað. Héraðsdómarinn Derrick Watson skrifar: ,,Það er óumdeilt að grundvöllurinn sem ríkisstjórnin byggir mat sitt á, sem er að þessi sex ríki með múslimameirihlutahóp upp á 90,7% til 99,8%….Það væri því ekki hugmyndafræðilegt stökk að álykta að með því að taka þessi ríki út sérstaklega, er það sama og leggja til atlögu gegn trúarbrögðunum íslam.“
Tveimur dögum eftir úrskurðurinn er gefinn út, leggur dómsmálaráðuneytið fram breytingu sem á að draga úr umfangi tímabundinnar bindiskyldu dómsins sem kveðinn var upp í Hawaii og gerir ríkisstjórninni kleift að fresta flóttamannaáætluninni meðan önnur atriði í banninu eru löguð.
16. mars, 2017 – Alríkisdómari í Maryland gefur út svipaðan úrskurð. Svæðisdómarinn Theodore D. Chuang bannar ferðabannið og staðhæfir að það sé andstætt stjórnarskránni. Einnig þann sama dag, gefur ríkisstjórn Trumps út fjárlagafrumvarp sitt með auknum fjárútgjöldum til hersins og niðurskurð framlaga til stofnanir, þ.m.t utanríkisráðuneytisins, umhverfisverndarstofnunar og landbúnaðarráðuneytsins.
3. apríl, 2017 – Hvíta húsið tilkynnir að forsetinn, Donald Trump, gefi laun sín frá fyrstu mánuðum sínum í embætti til þjóðgarðastofnuninnar (National Park Service). Talsmaðurinn, Sean Spicer, sýnir ávísun uppá upphæðina $ 78.333,32.
19. maí 2017 – Trump fer í sínu fyrstu utanlandsferð sína sem forseti, í níu daga ferð til fimm landa, þar á meðal eru Saudi Arabía, Ístrael, Vatikanið, NATÓ-fund í Brussel og á G-7 fund í Sikiley.
7. júlí, 2017 – Trump hittir forseta Rússlands, Vladimir Putin í fyrsta sinn, á fundi G20-ríkja sem haldinn er í Hamborg, Þýskalandi. Leiðtogarnir ræðast við í 2 klst sem er lengri tími en áætlaður var. Meðal annars var rætt um meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og stríðið í Sýrlandi og önnur mál.
19. september, 2017 – Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, vísar Trump til leiðtoga Norður – Kóreu og kallar hann ,,eldflaugamanninn“ og heitir því að gjöreyða Norður – Kóreu ef Bandaríkin og bandamenn þeirra neyðist til að verja sig gegn árás hins fyrrnefnda Hann lýsir einnig yfir að kjarnorkuvopnasamninginum við Íran sama sem ónýtan.
6. desember, 2017 – Trump viðurkennir Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis og tilkynnir jafnframt að um áform sín um að flytja bandaríska sendiráðið til borgarinnar.
11. desember 2017 – Hópur kvenna heldur opinber fund og ásakað Trump um kynferðislega áreiti, m.a. með því að vera klippnar, káfað á og þvinguðum kossum. Þær kalla eftir að málið fari fyrir Bandaríkjaþing.
Heimild:http://edition.cnn.com/2013/07/04/us/donald-trump-fast-facts/index.html
Stefnumál Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna
Félagsleg og heilsutengd málefni
Trump lýsir sér sem andstæðingi fóstureyðinga (pro life) nema í tilvika nauðgunar, sifjaspella og af alvarlegum heilsufarsástæðum. Hann er á móti lögleiðingu marijúana en með læknisfræðilegri notkun þess. Trump er andstæðingur Obamacare og vill skipta því út fyrir markaðslegar lausnir en illa hefur gengið að fylkja alla Rebúblikana á bakvið nýtt heilsugæslufrumvarp. Trump er fylgjandi dauðarefsingu og harðri stefnu gegn glæpum. Hann hefur styrkt lögregluna á ýmsa vegum síðan hann komst til valda.
Efnahagsmál
Trump vill lækka fyrirtækjaskatta niður í 15% en nú stefnir í að skattafrumvarp Repúblikana verður lagt fyrir í báðum deildum Bandaríkjaþings rétt fyrir jól. Verði frumvarpið samþykkt munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35% í 20%. Þá mun hæsta þrep tekjuskatts lækka úr 39,6% í 37%. Um er að ræða umfangsmestu breytingu sem gerð hefur verið á skattkerfi Bandaríkjanna í 30 ár. Repúblikanar eru í meirihluta bæði í fulltrúa- og öldungadeild þingsins.
Hann hefur haft frammi ýmsar skoðanir um lágmarkslaun en vill að hvert ríki ákveði þau fyrir sig. Hann vill vernda bandarísk störf og framleiðslu með tollamúrum.
Umhverfismál
Trump hafnar samhljóða áliti vísindamanna um loftlagsbreytingar og hefur þegar hafna Parísarsamkomulaginu um það. Ekki er útilokað að hann semji um innkomu Bandaríkjanna á þeirra eigin forsendum.
Utanríkisstefna
Trump vill auka fjárframlög í bandaríska herinn og hefur þegar gert það í verki með gríðarlegri innspýtingu fjármagn til bandarísks herafla. Trump vill minnka umsvif hans í NATO en hefur lítið hróflað við hlutverki Bandaríkjanna eftir að NATÓ-ríkin lofuðu flest að auka við varnarfjárlög sín. Hann er aðdáandi Ísraelsríkis og styður frekari byggingar á Vesturbakkanum. Hann hefur sýnt hug sinn í verki með óvæntri viðurkenningu Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Þessi ákvörðun hefur vakið mikinn taugatitring í alþjóðastjórnmálum.
Kjarnorkusamninginn sem Obama gerði við Íran vill Trump segja upp en hefur enn ekki látið verða af. Hann hefur hins vegar verið upptekinn við að hóta Norðu-Kóreu refsiaðgerðum eða stríði ef þeir láti ekki af kjarnorkuvopnaskaki sínu.
Hann vill viðurkenna Krímskaga sem rússneskt landsvæði og afnema viðskiptabann á Rússland.
Trump hefur verðið harðorður í garð Kínverja vegna efnahagsstefnu þeirra og halla á viðskiptum ríkjanna en hefur á borði reynst þeim vinsamlegur hingað til að minnsta kosti. Hann hefur kvatt þá til að hjálpa til við að einangra Norður-Kóreu efnahagslega enda eina ríkið sem á í einhverjum verulegum viðskiptum við einræðisríkið.
Innflytjendastefna
Trump hefur lofað því að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, senda burt 11 milljónir ólöglegra innflytjenda og viðurkennir ekki ríkisborgararétt þeirra sem fæðast þar. Hann er byrjaður á báðum verkefnum, með frumgerð nýs múrs og eflingu landamæraeftirlits.
Hann hefur sagst vilja banna múslimum að koma til landsins en mildaði afstöðu sína með því að segja að hann vildi banna fólk frá ákveðnum löndum sem eru með þekkta hryðjuverkasögu gegn Bandaríkjunum.
Nýjasta útspil hans er að ríkisstjórn hans vill afnema svokallaða innflytjendahappadrætti en í því geta um 50 þúsund manns sótt um græna kortið svonefnda árlega. Hann vill stöðva fjölskyldusameiningar sem ganga út að innflytjandi geti kallað eftir fjölskyldumeðlimi frá heimalandi sínu. Hann vill að innflytjendur verði metnir eftir verðleikum og þeir hafi þann menningarlega uppruna sem geri þeim kleift að samlagast bandarísku samfélagi vel.