Bankarán eru til allrar lukku ekki algeng á Íslandi. Hvað þá póstrán! Hér áður fyrr voru pósthús víða um land og mörg þeirra tóku við peningum í meira magni en í dag. Í Sandgerði í lok ársins 1979 gerðist það að pósthús var rænt.
„Póstrán var framið í Sandgerði að morgni 31. janúar. Póstmeistarinn Unnur Þorsteinsdóttir, var einn að störfum í pósthúsinu, þegar úlpuklæddur maður réðst inn og blindaði Unni með sterku vasaljósi, slökkti ljósin, þrýsti einhverju, sem hún hélt byssu í bak hennar, og hótaði að skjóta ef hún ekki opnaði peningaskápinn og afhenti tiltæka peninga. Er talið að ræninginn hafi náð þannig í 400 þúsund kr. Unnur gat gefið nokkra lýsingu á ræningjanum og m.a. skýrt frá því , að hann angaði af Old Spice-rakspíra. Er talið að hann hafi verið kunnugur öllum aðstæðum í pósthúsinu. Óvenjulitlir peningar voru í pósthúsinu, þar sem Unni hafði dreymt fyrir ráninu og lagði því alla peninga, sem unnt var i banka. Á myndinni eru Unnur, Anna Sveinbjörnsdóttir, starfsstúlka í pósthúsinu, Jakob Tryggvason, fulltrúi Pósts og síma.“