Þegar slakað var á á ferðabanni og fólki frá löndum þar sem Kínaveiran var ennþá á kreiki leyft að koma hingað án þess að fara í sóttkví var alveg borðleggjandi að veiran myndi sækja í sig veðrið aftur á Íslandi.
Það virtust allir aðrir sjá nema hið guðlega þríeyki (og kannski líka hinn „Guðlegi“ utanríkisráðherra?).
Við sáum það á viðbrögðunum á samfélagsmiðlum þegar tilkynnt að landamærin væru nú „opin.“ Menn undruðust hvaða hagsmuni væri verið að púkka undir umfram almannaheill. Auðvitað lá ferðaþjónustan undir grun. Það er vitað að ráðherrar í ríkisstjórninni eru mjög tengdir ferðaþjónustubransanum.
En nú er ekki annað að sjá en að hið guðlega þríeyki neiti allri ábyrgð á þeim óskiljanlegu og herfilegu mistökum að hafa „opnað“ landamærin en vísi til þess að það sé ráðherra sem eigi síðasta orðið í þeirri ákvörðun.
Aftur á móti vísa ráðherrar til þess að svona ákvarðanir taki þeir ekki nema að höfðu samráði við vísindamenn!
Þessi ákvörðun reyndist strax algjört skaðræði og nú benda ráðherrar á hið guðlega þríeyki og hið guðlega þríeyki bendir á ráðherra.
Svo virðist sem einhverjum asnanum hafi í alvöru dottið það í hug að hægt væri að bjarga efnahagslífinu eða ferðaþjónustinni með því að taka stórann sjéns á landamærunum og leyfa fólki sem var að koma frá til dæmis Þýskalandi að valsa í gegnum landamærinn án þess að fara í skimun.
Var gert ráð fyrir þeim möguleika að fólk keyrði einfaldlega frá nærliggjandi löndum til Þýskalands og tæki svo flugið þaðan hingað til lands?
Að minnsta kosti hefur það ekki verið erfitt að sniðganga reglurnar og koma hingað löðrandi í Kínaveirunni. Það sýndi mál rúmensku glæpamannanna en eftir að emættismannakerfið og stjórnmálamennirnir auglýstu hróðugir erlendis að nú væru landamamærin „opin“ voru fyrstir á vetfang hælisleitendur sem strax fylltu öll sóttvarnarhús og erlendir glæpamenn smitaðir af Kínaveirunni. Hverjir aðrir sluppu í gegn sem ekki er vitað um?
Af hveru voru menn að taka þennann sjéns? Hver ber ábyrgðina á því að nú virðist önnur bylgja hafin – og hver veit hvar hún endar?
Ef ætlunin hafi verið að reyna að „jump“ starta efnahagslífinu og redda ferðaþjónustunni þá mun það hafa þveröfug áhrif. Nú er ljóst að þessi ákvörðun mun endanlega taka það litla sem eftir er af ferðaþjónustunni af lífi. Að auki mun þessi ákvörðun, að opna landamærinn sem við erum svo oft minnt á að voru eiginlega aldrei lokuð, stefna í hættu almenningi sem aldrei kærði sig um að landamærin yrðu opnuð svona snemma.
Nú á að loka landamærunum strax, alveg eða með ströngum undantekningum og fá annað fólk til að spreyta sig í hlutverki hins guðlega þríeykis. Ákvarðanir þeirra eru ekki endilega alltaf skynsamlegar, jafnvel ekki þótt ákveðnir fjölmiðlar leitist mjög við að gera úr þeim poppstjörnur eða sveipa teymið guðlegum ljóma. Ákvarðanir þeirra verða ekkert réttari þrátt fyrir það.