Lögreglan vill ná tali af tveimur mönnum sem komu hingað til lands sem ferðamenn en eru grunaðir um að hafa verið í samfloti við menn sem staðnir voru að þjófnaði í verslunum hér á landi og eru smitaðir af COVID. Mennirnir gáfu upp að þeir myndu vera í sóttkví á ákveðnum stöðum en lögreglan greip í tómt þegar átti að hafa tal af þeim. Lögreglan birti í kvöld þessa mynd af mönnunum.
Mennirnir komu hingað í krafti Schengen samstarfsins og EES samningsins.
Ísland er eitt af fáum löndum sem hafa opnað landamæri sín upp á gátt að ráði sóttvarnalæknis.
Greinilegt er að erlendir glæpahópar hafa tekið tækifærinu fegins hendi. Nú þegar eru 16 íslenskir lögreglumenn í sóttkví vegna þessa glæpahóps. Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir þessara manna, eða vita hvar þeir eru niðurkomnir, að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.