Skattaglaðir vinstrimenn í ríkisstjórn

1980 bárust fréttir af því að félag Alþýðubandalagsins á Norðurlandi (nú Samfylking og/eða Vinstri græn) hefði sent frá sér ályktun þar sem verkalýðsfélög voru hvött til þess að krefjast hærri skatta!

Á sama tíma var við völd hér á landi vinstristjórn sem innihélt brot úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem hafði klofnað og farið í stjórn með sósíalistum og kommúnistum. Sú stjórn var sökuð um skattahækkanir sem komu vinnandi fólki á Íslandi illa og endurspeglar skopmyndin það viðhorf væntanlega.

Á myndinni er forsætisráðherrann sem var úr Sjálfstæðisflokki, Gunnar Thoroddsen úr Sjálfstæðisflokki, í líki skilningstrésins í Paradís biblíunnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR