Viðskipti | 19.April

Tilraun í Danmörku: Borga með fingrinum

Í Danmörku fara fram tilraunir með nýjan greiðslumáta. Í staðin fyrir að greiða með visa kortinu berð þú einfaldlega fingurinn upp að posanum og greiðslan er framkvæmd.

Þessi tilraun fer fram í mötuneyti Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn. Allir þeir sem kaupa sér mat í mötuneytinu þurfa ekki að muna eftir greiðslukortinu. Þeir styðja einfaldlega fingurgómnum á skanna. Skanninn eða posinn skannar uppbyggingu bláæða í fingrinum segir í tilkynningu frá fyrirtækinu Nets sem stendur að tilrauninni.

Samkvæmt fyrirtækinu er aðferðin alveg skotheld því ómögulegt er að stela auðkenninu líkt og nú gæti gerst þegar PIN númeri er stolið.

Talsmaður fyrirtækisins segir að það geti liðið nokkur ár þar til greiðsluaðferðin verði tekin í notkun en tilraunir í mötuneyti skólans lofi góðu