Viðskipti | 05.September

Stórir bankar taka höndum saman um nýja rafmynt

Fjármálamenn hafa lengi fylgst með þróun Blockchain-tækninnar sem rafmyntin Bitcoin byggist á. Binda menn vonir við að tæknin sé orðin það örugg að hægt verði að byggja upp nýja rafmynt sem einungis yrði notuð í viðskiptum milli stórra banka í framtíðinni.

Blockchain-tæknin gerir það mögulegt að rekja eigendur rafeyris og koma í veg fyrir að þeir séu fjölfaldaðir út í hið óendanlega eins og er með ýmislegt annað í sýndarheiminum.

Því hefur verið spáð að þessi eiginleiki Blockchain muni bylta fjármálamörkuðum.

Nú lítur út fyrir að nokkrir stórir bankar muni taka höndum saman og taka upp rafmynt sem byggir á Blockchain-kerfinu.

Bankarnir ætla að loka sínu rafræna kerfi

Vegna þess að kerfið er rafrænt og vegna þess að það gengur sjálfvirkt úr skugga um hvort viðskipti stemmi, sparast þar mikið í vinnu og margir milliliðir eru skornir burtu.

Rafmyntin eða rafeyrinn sem bankarnir ætla að nota kallast Utility Settlement Coin og mun verða mjög örugg í viðskiptum vegna þess að allar aðgerðir verða sérstaklega kóðaðar inn í Blockchain-kerfið með háþróuðum reikningsaðferðum sem eiga ekki ganga upp ef einhver reynir að svindla í kerfinu. Það sem er sérstakt við ætlum bankana er að þeirra kerfi verður lokað en ekki opið og aðeins bankar geta verslað með myntina.