Viðskipti | 24.September

Primera Air á svartan lista hjá sænsku ferðablaði

Enn á ný er hið hálf íslenska flugfélag Primera Air til umfjöllunar erlendis. Í þetta sinn er það stærsta ferðablað Svíþjóðar, Vagabond,sem fjallar um félagið. Það kemur ekki af góðu en ferðablaðið hefur sett flugfélagið efst á „svarta“ listann sem það birtir árlega. Félagið hefur einnig staðið í deilu við verkalýðsfélög flugfreyja og þjóna á Íslandi og Norðurlöndum vegna ásakana um að féfletta starfsfólk í launum.

Blaðið segir að Primera Air eigi þann vafasama heiður að vera með flest klögumálin á bakinu og vera oftast seinir fyrir. Sagt er frá því að félagið skuldi farþegum um 108.000 sænskar krónur í bætur fyrir seinkanir og fleira.