Viðskipti | 07.August

„Óþægilega miklir möguleikar á engum Brexit samning“

Líkurnar á engum Brexit samning virðast vera að aukast eftir að samninganefnd Evrópusambandsins hafnaði megintillögum Theresu May forsætisráðherra Bretlands að drögum að nýjum viðskiptasamningi.

Bankastjóri Bank of England, Mark Carney, sagði síðastliðinn föstudag að möguleikarnir á að Bretland yfirgefi sambandið án samninga við yfirvaldið í Brussel vera ,,óþægilega mikla“. Viðskiptaráðherra landsins, Liam Fox, segir að líkurnar séu núna 60-40%.

Skrifstofa forsætisráðuneytis Bretlands endurtók fyrri yfirlýsu á mánudaginn að Theresa May telji að Bretland muni ná góðum samningi en sagði að ,,...enginn samningur væri betri en lélegur“.

Gengi breska pundsins var í lágmarki gagnvart Bandaríkjadollar á mánudaginn miðað við síðustu 11 mánuði, sem gjaldmiðlamiðlarar tengja við möguleikann á að enginn samningur verði gerður. Gengið hefur hækkað lítillega undanfarið.