Viðskipti | 04.February

Óeðlilega eðlileg andlit?

Japanskt fyrirtæki hefur tekist að gera ótúrlega eðlileg og mannleg andlit, eftir fyrirmyndinni, sem gætu verið notuð á vélmenni framtíðarinnar.BBC segir frá.

Andlitin eru prentuð í þrívíddarprentara (3-D) eftir að hafa verið skönnuð inn í þrívídd. Þau eru síðan löguð til í höndunum af starfsfólki fyrirtækisins til að ná betur fínum andlitsdráttum.

Aðferðin er svo góð að fyrirtæki sem sérhæfa sig í að búa til forrit sem þekkja mismunandi svipbrigði hafa notað aðferðina til að betrumbæta hugbúnað sinn og fyrirtæki sem sérhæfa sig í umferðaröryggi hafa notað grímurnar í tilraunum til að láta forrit skynja ef bílstjóri er sofandi við stýrið.

Einn galli er þó á gjöf Njarðar en það er að efnið er frekar hart en hver veit nema að í framtíðinni verði njósnarar farnir að setja á sig grímur sem eru svo eðlilegar að aðrir sjá ekki munin. Slík framtíðarsýn er þekkt úr bíómyndum eins og Mission impossible. Sagan segir að leisergeislinn hafi fyrst verið fundinn upp í teiknimyndasögum og bíómyndum sem flokkast undir framtíðartrylling.

Hér má sjá umfjöllun BBC um málið og myndband.