Viðskipti | 30.June

Lönd ESB búa sig undir ekkert samkomulag við Breta

Forsætisráðherra Dana er áhyggjufullur vegna stöðunnar í viðræðum ESB og Breta. Evrópusambandið hefur ekki reynt að teygja sig mikið í sátta átt til Breta og hafa hafti uppi ýmis skilyrði sem erfitt er fyrir Breta að uppfylla eftir mjög skýra afstöðu þjóðarinnar um úrsögn úr Evrópusambandinu.

Aðeins eru um tíu mánuðir þangað til Bretar kveðja ESB formlega. En þó tíminn sé orðin naumur gengur hægt í viðræðum bandalagsins og Breta um fyrirkomulag útgöngunnar. Forysta Evrópusambandsins hefur sagt frá fyrsta degi að refsa þurfi Bretum fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar til að fæla aðrar þjóðir innan ESB frá því að fara sömu leið. Það virðist því frekar einlægur ásetningur forystu ESB að ekki náist samkomulag varði tollamál og aðra fríverslun við Breta frekar en það séu Bretar sem séu að tefja málið.

Og nú hafa topparnir í ESB látið þau skilaboð ganga út til aðildarlandana um að búa sig undir „no deal“ við Breta. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana segir í viðtali við danska miðla að hann hafi áhyggjur af stöðunni.

Hefur áhyggjur af tolli á smjör

Danski forsætisráðherrann hefur miklar áhyggjur af því að ef ekki næst samkomulag um áframhaldandi fríverslun við Breta muni tollur á danskt smjör í Bretlandi hækka: „Ef þetta gerist mun samband ESB við Stórabretland verða það sama og eins og við hvert annað land. Þá gilda reglur WTO sem þýðir 40 prósenta toll á danskt Lurpark smjör,“ sagði danski forsætisráðherrann í viðtali við ríkisútvarpið danska.

Reyndar hafa Bretar ýmsa aðra möguleika í stöðunni eins og til dæmis að ganga í EFTA sem er með fríverslunarsamninga við ESB.