Viðskipti | 15.November

Landamæraeftirlit eða ekki landamæraeftirlit, það er spurningin

Evrópusambandið og ríkisstjórn Theresu May hafa komist að samkomulagi er varðar útgöngu Breta úr ESB. Samkomulagið gengur út á að engin landamæravarsla verður á milli Írlands og Norður-Írlands, í bili að minnsta kosti. Samningamaður ESB Michel Barnier segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi í viðræðum sambandsins og Breta um útgöngu þeirra.

Samkomulaginu hefur verið misvel tekið og eru leiðtogar Skota vægast sagt öskureiðir en meiri hluti þeirra kaus með því að vera áfram í ESB. Skotar segja óásættanlegt að Norður-Írar fái forskot á aðra en ekki verður annað séð á samkomulaginu en að Norður-Írar verði áfram hluti af innrimarkaði ESB í einhver tíma eftir útgöngu Breta.

En það eru fleiri sem eru ösku illir en Skotar. Íhaldssamir Brexit baráttumenn eru líka óánægðir og talað er um að þeir muni rísa í dag upp gegn ríkisstjórninni á þingi og jafnvel styðja vantraust á Theresu May og ríkisstjórn hennar.

Michel Barnier mun næstu daga kynna framkvæmdastjórn ESB samningin og að lokum verður að samþykkja hann á þingi ESB og þar á eftir þurfa leiðtogar allra 27 ríkja ESB að samþykkja hann.