Viðskipti | 06.January

Efnahagshorfur í Bandaríkjunum árið 2018

Efnahagshorfur í Bandaríkjunum eru góðar um þessar mundir og í samræmi við helstu efnahagslegar vísbendingar. Mikilvægasti vísirinn er verg landsframleiðsla, sem mælir afköst framleiðslunnar. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði á bilinu 2 prósent og allt að 3 prósentum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldist í jafnvægi og mælist áfram lágt. Það verður hvorki of mikil verðbólga eða verðhjöðnun. Þetta er sviðsmynd af fyrirmyndarhagkerfi.

Trump forseti lofaði því fyrir áramót að auka hagvöxtinn í 4%. Það er meira en heilbrigt kann að vera, og ekki útlit fyrir að svo verði. Slíkur ofvöxtur er slæmur til langframa fyrir hagkerfið.

Verg landsframleiðsla mun líklega fara upp í 2,5 prósent árið 2018. Það er það sama og árið 2017 en betra en 2,1 prósent vöxtur árið 2016. Hagvöxtur verður 2,1 prósent árið 2019 og 2,0 prósent árið 2020. Þetta er samkvæmt nýjustu spá Federal Open Market nefndarinnar og kemur fram á fundi hennar þann 13. desember 2017. Þessi áætlun tekur mið af efnahagsstefnu Trump.

Atvinnuleysi lágt

Atvinnuleysistölur munu lækka úr 4,1% í byrjun árs niður í 3,9% í enda árs og út árið 2019 en 2020 mun það aukast lítillega og fara upp í 4,0%. Í lok valdatíðar Obama var atvinnuleysið 4,7%

Mesti atvinnuvöxtur verður meðal lálaunastarfa, smásölu- og matvælaiðnaði. Sumir hafa verið án vinnu svo lengi að þeir munu aldrei geta snúið aftur til vel launaðra starfa sem þeir voru í. Vel menntað fólk mun leita í þessi láglaunastörf, m.a. vegna þess að það hefur verið of lengi atvinnulaust og leitar í þau störf sem skapast en of fá hálaunastörf verða í boði. Þessi viðleitni atvinnumarkaðarins til að rétta sig af, leiðir til þessara lágu atvinnuleysistalna.

Verðbólga verður um 1,9% árið 2018, 2,0% árið 2019 og líklega árið eftir. Það var 1,7% árið 2017. Á lokaári valdatíðar Obama var verðbólgan um 2,1% en lág verðbólga þá var vegna lækkandi olíuverðs.

Spáð er að bandarísk framleiðni muni aukast hraðar en hið almenna hagkerfi. Framleiðsla mun vaxa um 2,8 prósent árið 2018. Vöxturinn mun hægjast og fara niður í 2,6 prósent árið 2019 og 2 prósent árið 2020. Þessar spár hafa ekki enn tekið tillit til loforða Trumps forseta um að skapa fleiri störf.

Vextir

The Federal Open Market nefndin hækkaði núverandi stýrivaxtarhlutfall upp í 1,5% í desembermánuði 2017. Það er gert fyrir að stýrivextir verði hækkaðir í 2,1% árið 2018, 2,7% árið 2019 og 2,9% árið 2020. Gjaldeyrishlutfallið stýrir skammtímavöxtum. Þar með talin er hámarksvöxtur bankanna, Libor (meðalvextir á millibankamarkaði, lánshæfiseinkunnir, vaxtalán og greiðslukortavexti.

Olíu- og gasverð

Bandaríska orkumálastofnunin hefur spáð í horfurnar frá 2018-2050. Það spáir að verð á olíuverði verði að meðaltali 57 dollarar á tonnið árið 2018. Það er fyrir Brent olíuna á heimsvísu. Verð á olíu frá Texas mun vera að meðaltali um fjóra dollurum lægri á tunnu. EIA varaði við því að enn er nokkur óstöðugleiki í verði. Það heldur að spákaupmenn veðji á að verð gæti verið á milli 48 dollarar á tunnu og 68 dollarar fyrir marsmánuð 2018. Sterkur dalur veikir olíuverð. Það er vegna þess að olíusamningar eru verðlagðir í dollurum. Olíufyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki og halda því áfram á næstunni og sum þeirra geta lent í greiðsluerfiðleikum. Verðbréfasjóðir hafa ekki gengið vel.

Olíumarkaðurinn er enn að bregðast við áhrifunum af framleiðslu olíu úr jarðvegi. Sú framleiðsla leiddi til að lækkunar á olíuverði um 25% árið 2014 og 2015. Góðu fréttirnar fyrir bandaríska hagkerfið eru að það lækkaði einnig kostnað við flutninga, mat og hráefni í viðskiptum. Það hækkaði einnig hagnaðarmörk. Það gaf einnig neytendum meiri ráðstöfunartekjur til að eyða. Við bætist að bæði fyrirtæki og fjölskyldur eru að spara í stað þess að eyða.

Orkuhorfur til ársins 2050 samkvæmt spá EIA eru neikvæðar hvað varðar jarðeldsneyti. EIA spáir að olíuverð fari hækkandi. Árið 2025 mun meðaltal Brent olíuverðsins hækka í 86 dollara tunnan. Eftir það mun eftirspurn heimsins leiða til olíuverðs að jafnaði um 117 dollara á tunnuna árið 2050. Þá munu ódýrar olíulindir hafa klárast og gera framleiðslu á hráolíu dýrari.

Störf

Bandaríska vinnumálastofnunin (The Bureau of Labor Statistics) birtir atvinnuhorfur fyrir hvern áratug. Það greinir í smáatriðum um framtíðarhorfur hvers atvinnusviðs og fjölda starfa. Á heildina litið gerir stofnunin ráð fyrir að heildarfjöldi starfa aukist um 20,5 milljónir störf frá 2010 til 2020. Um 88% allra starfsgreina munu finna fyrir áhrifum aukins vaxtar en hraðasti vöxturinn mun eiga sér stað innan heilbrigðiskerfisins, persónulegri umönnun og félagslegri aðstoð og í byggingaiðnaði. Ennfremur munu störf sem krefjast meistaragráðu vaxa hvað hraðast en þau störf þar sem krafist er aðeins menntaskólagráðu mun fjölga hægar.

Bandaríska vinnumálastofnunin gerir ráð fyrir að hagkerfið muni að fullu ná bata af samdrætti árið 2020 og að vinnumarkaðurinn muni ná fullri nýtingu á vinnuafli með atvinnuleysi á bilinu 4-5 prósent. Mikilvægasti vöxturinn (5,7 milljónir störf) mun eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu og öðrum formum félagslegra aðstoðarstarfa enda eru íbúar landsins að eldast líkt og í öðrum vestrænum ríkjum.

Næsta verulega aukningin (2,1 milljón störf) mun eiga sér stað á sviði faglegra og tæknilegra starfa. Flest af þessum störfum er á sviði tölvukerfahönnunar, sérstaklega er varðar hreyfitækni, í stjórnun, vísindalegrar og tæknilegrar ráðgjafar. Fyrirtæki þurfa ráðgjöf um skipulagningu og flutninga, framkvæmd nýrrar tækni og samræmingu við vinnustaðaöryggi, umhverfis- og vinnuskilyrði.

Veruleg aukning verður á sviði menntunarmála (1,8 milljónir störf), smásala (1,7 milljónir störf) og hótel / veitingastaðir (1 milljón störf). Ýmis þjónusta bætir við sig verulega (1,6 milljónir störf). Það felur m.a. í sér mannauð, árstíðabundin og tímabundna ráðningu starfsmanna og útvistun.

Þegar heimilin bæta hag sinn, mun byggingariðnaðurinn bæta við 1.800.000 störfum en önnur svið framleiðslunnar munu missa störf vegna tækni og útvistunar.