Viðskipti | 17.March

Costco í íslenska okur gírinn? Dæmi um mörg hundruð prósenta hækkun

Þegar ameríska verslunarkeðjan Costco ruddist inn á matvörumarkaðinn með fyrirheit um stórlækkað verð á matvöru og öðrum nauðsynjum, hrukku margir íslenskir verslunarmenn í kút á meðan aðrir sögðust sallarólegir. Þessir rólegu spáðu því að innkoma Costco væri sápukúla sem myndi springa fyrr en seinna. Eins og skinna.is fjallaði um og aðrir fjölmiðlar líka, þá virtust Costco menn ekki hafa unnið heimavinnunna sína þegar kom að verðlagningu á vatni í flösku. Vatnið var ódýrari en flaskan skilað inn til endurvinnslu. Hvort aðrar vörur eru einnig seldar með miklu tapi og Costco menn eru farnir að átta sig á því eða bara komnir í gamla okurverslunar gírinn sem viðgengst hefur hér á landi skal ósagt látið en ef marka má fésbókarsíðu aðdáenda verslunarinnar þá lítur út fyrir að verslunin sé byrjuð að valda þeim vonbrigðum með gríðarlegum hækkunum á ýmsum vörutegundum. Ein athugasemd inn á síðu Costco aðdáenda bendir til að stjórnendur síðunnar séu ekki sáttir við umræðuna því spurt er: „Af hverju er slökkt á commentum við nánast alla þræði hér inni?“

Nefnt er dæmi, og kassakvittun lögð fram því til sönnunar, að mozzarella ostur hafi hækkað um 122% milli mánaða.

Einn meðlimur síðunnar, Smári Helgason, nefnir sem dæmi að kjúklingavængir sem hann segir að hafi verið seldir í sumar á 2500 kr. kílóið hafi hækkað fyrir ekki svo löngu í 3990 kr. kílóið. En síðast þegar hann athugaði verðið hafi verið búið að hækka það í 4.899 kr. kílóið.

„Þetta er nú orðið meira ruglið með þessa búð, ekkert að hafa þarna,“ segir Smári í færslu sinni að lokum.