Viðskipti | 23.June

Costco ennþá lang ódýrast í bensíni

Bensínstöð stórverslunarinnar Costco er ennþá ódýrust í sölu bensíns hér á landi. Við athugun skinna.is í dag á verði bensínlítrans hjá Costco er lítrinn ennþá á 164.90 krónur. N1 sendi sínum viðskiptavinum í dag boð um 16 krónu afslátt á bensínstöðvum þeirra í dag og 2 punkta að auki fyrir N1 korthafa. Atlantsolía var í gær með tilboð til sinna viðskiptavina þar sem boðin var 15 krónu afsláttur af bensínlítranum. Íslensku olíufélögin komast engan veginn nálægt verði Costco. Tilboð þeirra virðast ekki komast niður fyrir 168 krónur á bensínlítrann. Þegar blaðamaður skinna.is var á ferðinni við bensínstöð Costco í dag var komin löng röð bíla í bensínafgreiðslu. Bílastæði verslunarinnar voru líka öll upptekin og bílum lagt upp á gangstéttir og í bílastæði annarra fyrirtækja.