Uppnám í Grikklandi eftir morð á blaðamanni

Uppnám er nú í Grikklandi eftir að blaðamaðurinn Giorgos Karaivaz var skotinn og drepinn fyrir framan heimili sitt í Aþenu í gær.

Kyriakos Motsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hefur fyrirskipað skjóta rannsókn á morðinu.

Andlát hans „hefur hrist upp í okkur öllum“, segir talsmaður ríkisstjórnarinnar samkvæmt BBC.

Bæði samtök sem vinna að verja tjáningarfrelsið og ESB hafa kallað eftir því að það verði skýrt hvort hann hafi verið myrtur vegna starfa hans sem blaðamaður.

Hann afhjúpaði skipulagða glæpastarfsemi og spillingu.

AÐRAR FRÉTTIR