Taylor Swift sló 54 ára gamalt Bítlamet

Taylor Swift gerir það gott þessa dagana. Hún getur nú bætt öðru meti á listann í ferilskránni.

Hún hefur toppað breska plötulistann þrisvar á innan við ári – nákvæmlega 259 daga. Endurupptekin plata Swift ‘Fearless’ skipaði í gær fyrsta sætið á vinsældarlistum. BBC greinir frá. Í desember 2020 var Swift platan ‘Evermore’ efst á listanum og í júlí 2020 var það platan ‘Folklore’.

Þannig sló Taylor Swift 54 ​​ára gamalt met frá Bítlunum, sem um miðjan sjöunda áratuginn var í efsta sæti vinsældalistans með ‘Help!’, ‘Rubber Soul’ og ‘Revolver’ í tímabil sem teygði sig yfir 364 daga.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR