Spyr hvort Trump hafi áhuga á að ræða við Katrínu?

Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði í umræðum á Alþingi í morgun þegar rædd voru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónaveirufaraldrinum að hann hefði efasemdir um að ráðamenn í Bandaríkjunum hefðu áhuga á að ræða við Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og forsætisráðherra miðað við dónaskapinn sem hún sýndi varaforseta Bandaríkjanna þegar hann kom hér í heimsókn í haust. Hann sagðist hafa spurnir af því að Katrín ætti pantað símtal við Trump  og utanríkisráðherra ætti pantað símtal við Mike Pompeo. Þau ætluðu að reyna að sannfæra ráðamenn í Bandaríkjunum um að veita Íslandi undanþágu frá flugbanni. Einnig nefndi hann að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að aflýsa sameiginlegri heræfingu hér á landi og gaf í skyn að sú ákvörðun gæti varla hafa kætt ráðamenn í Washington. Var á þingmanninum að skilja að hann hefði efasemdir um að núverandi ríkisstjórn ætti einhverja greiða inni hjá bandarískum stjórnvöldum en hefðu frekar tekist að baka sér óvild þeirra með makalausri framkomu í þeirra garð.

Forsætisráðherra var ekki til andsvara enda stödd í ráðherrabústaðnum á blaðamannafundi þar sem samkomubann á Íslandi var tilkynnt.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR